Þungarokkarar þakka fyrir sig Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. maí 2014 14:51 Frá Eistnaflugi. mynd/guðný lára thorarensen Grjótið - heiðursverðlaun Eistnaflugs verður afhent í fyrsta sinn í lok þessa mánaðar en tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem haldið hafa fána þungarokksins á lofti hér á landi. „Þetta er virðingar- og þakklætisvottur til þessa fólks frá rokksenunni,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar DIMMU og meðlimur verðlaunanefndarinnar. „Það er fullt af fólki sem hefur haldið úti alls konar starfsemi og kynningu á þungarokki, oftast á tíma þar sem þessi tónlist var ekki eins samþykkt og hún er núna. Fólk hefur verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi, skrifað greinar í blöð og barist fyrir aðgengi rokksveita í fjölmiðlum, flutt inn bönd og gefið út plötur.“ Að sögn Birgis hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða einstaklingur fær verðlaunin, en ætlunin er að afhendingin verði árlegur viðburður. „Það er búið að halda mikinn hitafund og það komu mörg nöfn upp,“ segir Birgir og bætir því við að ákveðið hafi verið að tengja verðlaunin Eistnaflugi þar sem það sé eins konar árshátíð þungarokkara. „Þetta er mjög óskipulagður hópur en svo koma allir saman einu sinni á ári á Eistnaflugi.“Verðlaunanefndin: Birgir Jónsson, trommari DIMMU Guðný Lára Thorarensen umboðsmaður Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og fjölmiðlakona Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigur Birkir Fjalar Viðarsson blaðamaður Matthías Már Magnússon, útvarpsmaður á Rás 2 Gísli Sigmundsson, bassaleikari og söngvari Sororicide Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Grjótið - heiðursverðlaun Eistnaflugs verður afhent í fyrsta sinn í lok þessa mánaðar en tilgangur verðlaunanna er að heiðra einstaklinga sem haldið hafa fána þungarokksins á lofti hér á landi. „Þetta er virðingar- og þakklætisvottur til þessa fólks frá rokksenunni,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar DIMMU og meðlimur verðlaunanefndarinnar. „Það er fullt af fólki sem hefur haldið úti alls konar starfsemi og kynningu á þungarokki, oftast á tíma þar sem þessi tónlist var ekki eins samþykkt og hún er núna. Fólk hefur verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi, skrifað greinar í blöð og barist fyrir aðgengi rokksveita í fjölmiðlum, flutt inn bönd og gefið út plötur.“ Að sögn Birgis hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvaða einstaklingur fær verðlaunin, en ætlunin er að afhendingin verði árlegur viðburður. „Það er búið að halda mikinn hitafund og það komu mörg nöfn upp,“ segir Birgir og bætir því við að ákveðið hafi verið að tengja verðlaunin Eistnaflugi þar sem það sé eins konar árshátíð þungarokkara. „Þetta er mjög óskipulagður hópur en svo koma allir saman einu sinni á ári á Eistnaflugi.“Verðlaunanefndin: Birgir Jónsson, trommari DIMMU Guðný Lára Thorarensen umboðsmaður Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistar- og fjölmiðlakona Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigur Birkir Fjalar Viðarsson blaðamaður Matthías Már Magnússon, útvarpsmaður á Rás 2 Gísli Sigmundsson, bassaleikari og söngvari Sororicide
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira