Þrítugur maður opnar vinnslustöð í Borgarnesi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. maí 2014 11:34 Til vinstri er húsnæði vinnslustöðvarinnar, til hægri er Davíð úti á sjó. Hinn þrítugi Davíð Freyr Jónsson opnar í dag vinnslustöð í Borgarnesi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davíð haslað sér völl í sjávarútveginum og á fyrirtæki hans tvo báta. „Við vorum fyrst mest í makrílnum en höfum síðan beint kastljósi okkar að krabba- og skelfiskveiðum og erum bara nokkuð efnilegir í því. Útgerðin okkar heitir Artic Seafood og við erum með tvo báta, annan fimmtán tonna og hinn níu tonna,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Davíð er forsprakki hóps opnar vinnsluna. Í húsnæði vinnslustöðvarinnar verður frumkvöðlasetur einnig starfrækt og opnar það einnig í dag. „Já, þetta er samstarfsverkefni ýmissa aðila. Þeir sem standa að frumkvöðlasetrinu eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Atvinnuráðgjöf vesturlands, Borgarbyggð, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Matís, Íslenski sjávarklasinn og svo vinnslan okkar sem heitir Whole Seafood,“ útskýrir Davíð. Frumkvöðlasetrið kallast Matarsmiðjan.Og þú ert svolítill frumkvöðull í þér? „Það má alveg segja það svosem. Ég hef mikinn áhuga á þessum málum allavega.“En af hverju sjávarútvegurinn? „Í stuttu máli: Tækifæri. Þetta er spenanndi vettvangur.“Davíð skellir sér sjálfur á sjó og hefur gengið vel að veiða makríl.Fer sjálfur út sjó Davíð er duglegur við að fara út á sjó sjálfur. „Já, mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég er líka með þrjá sjómenn í vinnu,“ útskýrir hann. Í vinnslunni sem opnar í dag verður unnið með Makríl, skelfisk og krabbategundum auk aukafurða af bolfisk. Frumkvöðlasetrið er hugsað sem vettvangur fyrir frumkvöðla og vöruþróunar eða smáframleiðslu á allskyns matvælum eða tengdum afurðum, eins og snyrtivörum. Auk þessverður annað frumkvöðlasetur opnað í Borgarnesi í dag. Það frumkvöðlasetur kallast Hugheimar og er markmiðið með opnun þess að veita frumkvöðlum aðgang að aðstöðu og fjölbreyttum hópi sérfræðinga á vegum samstarfaðila. „Markmiðið er að skapa drífandi umhverfi fyrir framþróun hugmynda og örvun nýsköpunar og vesturlandi,“ eins og segir í tilkynningu.Hér má sjá inn í vinnslustöðina sem opnar í dag.Mörg tækifæri í Borgarnesi Vinnslan sem Davíð opnar í dag er tvö þúsund fermetrar. „Reksturinn er auðvitað að slíta barnskónum. Við erum að sjá hversu mikið umfangið verður til framtíðar,“ útskýrir hann.En af hverju Borgarnes? „Borgarnes er umferðarstöð fyrir fiskflutninga á landinu. Ótrúlega mikið af fiski er flutt í gegnum Borgarnes. Svo er töluvert að fagmenntuðu fólki í bænum. Þar er hefð og þekking fyrir framleiðslu á matvælum . Síðan má segja að þetta hús hafi bara hentað fullkomlega fyrir reksturinn okkar.“ Í dag er svokallaður frumkvöðladagur í Borgarnesi. Hugheimar opna klukkan 16:30 og Matarsmiðjan, frumkvöðlasetrið í vinnslunni í eigu Davíðs og félaga, verður opnað 17:30. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Hinn þrítugi Davíð Freyr Jónsson opnar í dag vinnslustöð í Borgarnesi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davíð haslað sér völl í sjávarútveginum og á fyrirtæki hans tvo báta. „Við vorum fyrst mest í makrílnum en höfum síðan beint kastljósi okkar að krabba- og skelfiskveiðum og erum bara nokkuð efnilegir í því. Útgerðin okkar heitir Artic Seafood og við erum með tvo báta, annan fimmtán tonna og hinn níu tonna,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Davíð er forsprakki hóps opnar vinnsluna. Í húsnæði vinnslustöðvarinnar verður frumkvöðlasetur einnig starfrækt og opnar það einnig í dag. „Já, þetta er samstarfsverkefni ýmissa aðila. Þeir sem standa að frumkvöðlasetrinu eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Atvinnuráðgjöf vesturlands, Borgarbyggð, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Matís, Íslenski sjávarklasinn og svo vinnslan okkar sem heitir Whole Seafood,“ útskýrir Davíð. Frumkvöðlasetrið kallast Matarsmiðjan.Og þú ert svolítill frumkvöðull í þér? „Það má alveg segja það svosem. Ég hef mikinn áhuga á þessum málum allavega.“En af hverju sjávarútvegurinn? „Í stuttu máli: Tækifæri. Þetta er spenanndi vettvangur.“Davíð skellir sér sjálfur á sjó og hefur gengið vel að veiða makríl.Fer sjálfur út sjó Davíð er duglegur við að fara út á sjó sjálfur. „Já, mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég er líka með þrjá sjómenn í vinnu,“ útskýrir hann. Í vinnslunni sem opnar í dag verður unnið með Makríl, skelfisk og krabbategundum auk aukafurða af bolfisk. Frumkvöðlasetrið er hugsað sem vettvangur fyrir frumkvöðla og vöruþróunar eða smáframleiðslu á allskyns matvælum eða tengdum afurðum, eins og snyrtivörum. Auk þessverður annað frumkvöðlasetur opnað í Borgarnesi í dag. Það frumkvöðlasetur kallast Hugheimar og er markmiðið með opnun þess að veita frumkvöðlum aðgang að aðstöðu og fjölbreyttum hópi sérfræðinga á vegum samstarfaðila. „Markmiðið er að skapa drífandi umhverfi fyrir framþróun hugmynda og örvun nýsköpunar og vesturlandi,“ eins og segir í tilkynningu.Hér má sjá inn í vinnslustöðina sem opnar í dag.Mörg tækifæri í Borgarnesi Vinnslan sem Davíð opnar í dag er tvö þúsund fermetrar. „Reksturinn er auðvitað að slíta barnskónum. Við erum að sjá hversu mikið umfangið verður til framtíðar,“ útskýrir hann.En af hverju Borgarnes? „Borgarnes er umferðarstöð fyrir fiskflutninga á landinu. Ótrúlega mikið af fiski er flutt í gegnum Borgarnes. Svo er töluvert að fagmenntuðu fólki í bænum. Þar er hefð og þekking fyrir framleiðslu á matvælum . Síðan má segja að þetta hús hafi bara hentað fullkomlega fyrir reksturinn okkar.“ Í dag er svokallaður frumkvöðladagur í Borgarnesi. Hugheimar opna klukkan 16:30 og Matarsmiðjan, frumkvöðlasetrið í vinnslunni í eigu Davíðs og félaga, verður opnað 17:30.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira