Töframaðurinn bara í heimsókn hjá Ferrari Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2014 09:45 Ross Brawn að koma aftur? Vísir/Getty Ross Brawn, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari á gullaldarárum liðsins í Formúlu 1, heimsótti verksmiðju liðsins í Maranello á mánudaginn en segist þó ekki vera að snúa aftur til sinna gömlu félaga. Heimsóknin hefur leitt til sögusagna um að Brawn gæti hafið aftur störf hjá Ferrari en liðið hefur farið skelfilega af stað á tímabilinu og gengur lítið að gera bílinn samkeppnishæfan eftir róttækar reglubreytingar. „Ég var bara með vinahópnum á ferð um Ítalíu,“ segir Brawn í viðtali við íþróttablaðið Gazetta Dello Sport en Brawn yfirgaf stöðu sína sem liðsstjóri Mercedes í desember á síðasta ári. Ferrari er sagt áhugasamt um að fá Brawn aftur til starfa en með hann í brúnni varð Ferrari sex sinnum heimsmeistari bílasmiða í röð og þá hjálpaði hann Michael Schumacher að verða heimsmeistari ökuþóra fimm ár í röð. Brawn, sem stundum er kallaður töframaðurinn, keypti svo Honda-liðið og breytti því í Brawn GP árið 2009. Þar smíðaði hann ótrúlegan bíl sem Bretinn Jenson Button varð heimsmeistari á sama ár. Formúla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ross Brawn, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari á gullaldarárum liðsins í Formúlu 1, heimsótti verksmiðju liðsins í Maranello á mánudaginn en segist þó ekki vera að snúa aftur til sinna gömlu félaga. Heimsóknin hefur leitt til sögusagna um að Brawn gæti hafið aftur störf hjá Ferrari en liðið hefur farið skelfilega af stað á tímabilinu og gengur lítið að gera bílinn samkeppnishæfan eftir róttækar reglubreytingar. „Ég var bara með vinahópnum á ferð um Ítalíu,“ segir Brawn í viðtali við íþróttablaðið Gazetta Dello Sport en Brawn yfirgaf stöðu sína sem liðsstjóri Mercedes í desember á síðasta ári. Ferrari er sagt áhugasamt um að fá Brawn aftur til starfa en með hann í brúnni varð Ferrari sex sinnum heimsmeistari bílasmiða í röð og þá hjálpaði hann Michael Schumacher að verða heimsmeistari ökuþóra fimm ár í röð. Brawn, sem stundum er kallaður töframaðurinn, keypti svo Honda-liðið og breytti því í Brawn GP árið 2009. Þar smíðaði hann ótrúlegan bíl sem Bretinn Jenson Button varð heimsmeistari á sama ár.
Formúla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira