Segir landið eins og fyrirtæki í slitameðferð Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. maí 2014 08:17 Á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr á árinu. Afkoma í ferðaþjónustu er ekki til að hrópa húrra fyrir, segir Þorkell Sigurlaugsson. Stefnumótun skorti og fjárhagslega veik fyrirtæki séu ekki með stöðu til að vaxa og búa til viðunandi hagnað. Fréttablaðið/Vilhelm „Gjaldeyrishöft þjóðar eru svipuð staða og fyrirtækis sem er í greiðslustöðvun. Allir bíða eftir aðgerðum og framtíðarstefnu,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, í grein sem hann skrifar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar. Þorkell segir þjóðina í raun í greiðslustöðvun hvað varði samskipti við útlönd. Íbúum líði vel fyrst í stað, en þegar fólk átti sig á því að greiðslugeta sé takmörkuð aukist óróleiki og vantrú á yfirstjórn, sé ekkert að gert. Þannig líður sífellt fleirum í dag,“ segir hann og bendir á að hér hafi stjórnvöld ekki mótað efnahagsstefnu þrátt fyrir næstum heils árs stjórnarsetu. Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.„Síðustu ár höfum við verið í skjóli gjaldeyrishafta, en ekki nýtt tímann til að safna gjaldeyri eða auka sparnað þjóðarinnar. Þetta skjól hefur virkað þægilegt, en á sama tíma frestað vandamálum.“ Þann litla hagvöxt sem verið hafi segir Þorkell knúinn áfram af ferðaþjónustu og einkaneyslu þar sem almenningur hafi gengið á lífeyrissparnað sinn og annan sparnað. „Við núverandi aðstæður munu hvorki almenningur á Íslandi né erlendir aðilar skipta evrum eða dollurum í krónur. Krónan er einfaldlega of hátt skráð og ótrúverðugur gjaldmiðill og er haldið uppi af gjaldeyrishöftum.“ Að mati Þorkels getur krónan ekki orðið framtíðargjaldmiðill og því þurfi stjórnvöld að leggja fram trúverðuga efnahagsstefnu um hvernig og hvenær hætta megi notkun minnsta gjaldmiðils í heimi. „Það er engin framtíðarsýn til hjá stjórnvöldum í efnahagsmálum sem gæti aukið traust á krónunni. Það kemur oft upp í hugann hvort rétt hafi verið að taka ekki skellinn strax 2008 og núllstilla stöðuna.“ Þorkell segir margt benda til þess að lífskjör batni ekki á næstu árum og erfitt að sjá að gjaldeyrishöft verði afnumin. „Alveg eins má búast við frekari innflutningshöftum og ríkisafskiptum á mörg um sviðum.“ Niðurstaðan, segir Þorkell, er að án öflugrar og trúverðugrar efnahagsstefnu sem styðst við sterka framtíðarsýn í atvinnu- og efnahagsmálum vinni þjóðin sig ekki út úr núverandi lífskjaravanda. Tíminn til athafna sé naumur. „Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trúverðugleika á framtíð þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
„Gjaldeyrishöft þjóðar eru svipuð staða og fyrirtækis sem er í greiðslustöðvun. Allir bíða eftir aðgerðum og framtíðarstefnu,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, í grein sem hann skrifar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar. Þorkell segir þjóðina í raun í greiðslustöðvun hvað varði samskipti við útlönd. Íbúum líði vel fyrst í stað, en þegar fólk átti sig á því að greiðslugeta sé takmörkuð aukist óróleiki og vantrú á yfirstjórn, sé ekkert að gert. Þannig líður sífellt fleirum í dag,“ segir hann og bendir á að hér hafi stjórnvöld ekki mótað efnahagsstefnu þrátt fyrir næstum heils árs stjórnarsetu. Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.„Síðustu ár höfum við verið í skjóli gjaldeyrishafta, en ekki nýtt tímann til að safna gjaldeyri eða auka sparnað þjóðarinnar. Þetta skjól hefur virkað þægilegt, en á sama tíma frestað vandamálum.“ Þann litla hagvöxt sem verið hafi segir Þorkell knúinn áfram af ferðaþjónustu og einkaneyslu þar sem almenningur hafi gengið á lífeyrissparnað sinn og annan sparnað. „Við núverandi aðstæður munu hvorki almenningur á Íslandi né erlendir aðilar skipta evrum eða dollurum í krónur. Krónan er einfaldlega of hátt skráð og ótrúverðugur gjaldmiðill og er haldið uppi af gjaldeyrishöftum.“ Að mati Þorkels getur krónan ekki orðið framtíðargjaldmiðill og því þurfi stjórnvöld að leggja fram trúverðuga efnahagsstefnu um hvernig og hvenær hætta megi notkun minnsta gjaldmiðils í heimi. „Það er engin framtíðarsýn til hjá stjórnvöldum í efnahagsmálum sem gæti aukið traust á krónunni. Það kemur oft upp í hugann hvort rétt hafi verið að taka ekki skellinn strax 2008 og núllstilla stöðuna.“ Þorkell segir margt benda til þess að lífskjör batni ekki á næstu árum og erfitt að sjá að gjaldeyrishöft verði afnumin. „Alveg eins má búast við frekari innflutningshöftum og ríkisafskiptum á mörg um sviðum.“ Niðurstaðan, segir Þorkell, er að án öflugrar og trúverðugrar efnahagsstefnu sem styðst við sterka framtíðarsýn í atvinnu- og efnahagsmálum vinni þjóðin sig ekki út úr núverandi lífskjaravanda. Tíminn til athafna sé naumur. „Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trúverðugleika á framtíð þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira