Körfubolti

Durant bestur í NBA - fékk 95 prósent atkvæðanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant.
Kevin Durant. Vísir/Getty
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder, var í dag útnefndur sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en hann vann yfirburðarsigur í kjörinu.

119 af 125 blaðamönnum sem höfðu atkvæðisrétt völdu Kevin Durant bestan eða 95 prósent þeirra sem kusu en "aðeins" sex þótti LeBron James hjá Miami Heat hafa staðið sig best. Það er hægt að sjá hvernig menn greiddu atkvæði með því að smella hér.

LeBron James fékk 118 atkvæði í 2. sætið en var búinn að vera kosinn bestur undanfarin tvö ár og alls fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Durant var aftur á móti búinn að enda í 2. sæti í kjörinu tvö síðustu ár.

Blake Griffin hjá Los Angeles Clippers varð í 3. sæti í kjörinu og í næstu sætum voru síðan þeir Joakim Noah hjá Chicago Bulls og James Harden hjá Houston Rockets.

Kevin Durant varð stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í fjórða sinn á þessu tímabil en hann skoraði 32,0 stig að meðaltali í leik. Durant átti mikinn þátt í því að Oklahoma City Thunder vann 59 af 82 leikjum sínum og náði öðrum besta árangrinum í deildinni.

Durant átti frábært tímabil og náði sínum besta persónulega árangri í stigum, fráköstum (7,4) og stoðsendingum (5,5). Hann var einnig kosinn bestur í Vesturdeildinni í fjórum mánuðum tímabilsins (Október-Nóvember, Desember, Janúar og Mars).

NBA

Tengdar fréttir

LeBron James: Durant á skilið að vera kosinn bestur

Bandarískir fjölmiðlar fóru að slúðra um það í kvöld að það verði Kevin Durant sem fái verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×