Madeleine hvarf rétt fyrir fjögurra ára afmælið sitt. Foreldrar hennar þau Kate og Gerry hafa aldrei gefið upp vonina um að finna dóttur sína á lífi.
Sérfræðingar munu nú grandskoða svæðið í kringum hinn sumarleyfisstaðinn Praia da Luz en þar dvaldi stúlkan ásamt fjölskyldu sinni þegar hún hvarf. Rannsóknin hefur þegar kostað margar miljónir punda. Vonast sérfræðingarnir til þess að þessi ítarlega leit verði til þess að einhver verði handtekinn í sambandi við hvarf Madeleine.
