Einstæð móðir átti báða vinningsmiðana Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. maí 2014 12:26 Konan vann 84,5 milljónir Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana.Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Konan keypti fyrri miðann í Olís við Norðlingabraut en týndi honum. Miðinn var svokallaður tveggja vikna miði sem hún hafði keypt í vikunni áður og var því enn í gildi. Ákvað hún að kaupa sér nýjan miða í Ísgrillinu við Bústaðaveg. Á laugardagskvöldið rann upp fyrir henni að hún hefði unnið á þann miða og hélt hún á skrifstofu íslenskrar getspár. Hún sagði fulltrúa fyrirtækisins að hún ætti tvo miða en hefði týnt öðrum þeirra. Hún sagði honum að týndi miðinn væri tveggja vikna miði og hvar hann hafði verið keyptur. Hún keypti alltaf sömu tölurnar í lottóinu og því var ljóst að hún ætti tvo vinningsmiða: „Við þessar fregnir runnu tvær grímur á starfsfólk Getspár og eftir rannsóknarvinnu kom í ljós að sama konan átti báða miðana, en annar týndur! Nú voru góð ráð dýr. Hún var á heimleið til að snúa öllu við þegar hún spurði afa sinn heitinn hvar miðinn væri. Og það stóð ekki á svari. Hún lagði bílnum og kíkti undir sætið þar sem miðinn beið,“ segir í upplýsingum frá Íslenskri getspá. „Draumurinn verður að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast, og í stað rúmlega 42 milljóna fær hún tæpar skattfrjálsar 84,5 milljónir, þökk sé miðanum sem kom í leitirnar.“ Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn. „Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“ Tengdar fréttir Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana.Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Konan keypti fyrri miðann í Olís við Norðlingabraut en týndi honum. Miðinn var svokallaður tveggja vikna miði sem hún hafði keypt í vikunni áður og var því enn í gildi. Ákvað hún að kaupa sér nýjan miða í Ísgrillinu við Bústaðaveg. Á laugardagskvöldið rann upp fyrir henni að hún hefði unnið á þann miða og hélt hún á skrifstofu íslenskrar getspár. Hún sagði fulltrúa fyrirtækisins að hún ætti tvo miða en hefði týnt öðrum þeirra. Hún sagði honum að týndi miðinn væri tveggja vikna miði og hvar hann hafði verið keyptur. Hún keypti alltaf sömu tölurnar í lottóinu og því var ljóst að hún ætti tvo vinningsmiða: „Við þessar fregnir runnu tvær grímur á starfsfólk Getspár og eftir rannsóknarvinnu kom í ljós að sama konan átti báða miðana, en annar týndur! Nú voru góð ráð dýr. Hún var á heimleið til að snúa öllu við þegar hún spurði afa sinn heitinn hvar miðinn væri. Og það stóð ekki á svari. Hún lagði bílnum og kíkti undir sætið þar sem miðinn beið,“ segir í upplýsingum frá Íslenskri getspá. „Draumurinn verður að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast, og í stað rúmlega 42 milljóna fær hún tæpar skattfrjálsar 84,5 milljónir, þökk sé miðanum sem kom í leitirnar.“ Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn. „Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“
Tengdar fréttir Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Tveir skipta 85 milljónum Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti, 3. maí 2014 21:29