Segulbandstæki selt í óþökk eiganda Frosti Logason skrifar 5. maí 2014 14:29 Frá flóamarkaði á Eiðistorgi um helgina. Myndin tengist fréttinni beint. Sá fáheyrði atburður átti sér stað nú á dögunum, að fingralangur nískupúki komst yfir forláta segulbandstæki, sem hann svo seldi að eigandanum forspurðum. Atburðinn átti sér stað á flóamarkaði sem haldinn var á Eiðistorgi við Seltjarnarnes um helgina. Aðdragandi málsins var sá að eigandi segulbandstækisins var ásamt fingralanga nískupúkanum með sölubás á umræddum flóamarkaði og var þar boðið upp á ýmsan varning sem hafði daginn áður verið tíndur til úr geymslum þeirra beggja.Eigandi segulbandstækisins mætti á markaðinn með glæsilegar hljómflutningsgræjur sem höfðu verið framleiddar af japanska tæknifrumkvöðlinum Sony á síðasta áratug 20. aldar. Hljómflutningsgræjurnar samanstóðu af magnara með innbyggðu útvarpi, geislaspilara og tvöföldu kassettutæki. Græjurnar hugðist eigandinn ekki endilega selja heldur einungis heyra hvað fólk mundi hugsanlega vilja borga fyrir slíka gripi og síðan meta málið. Enda voru það skilaboðin sem þeir gestir markaðarins fengu, sem spurðu hversu mikið hann vildi fá fyrir þær.Um hádegisbilið á laugardaginn gerðist það svo sem aldrei átti að geta gerst. Eigandi segulbandstækisins brá sér frá básnum í um það bil 20 mínútur, grunlaus um þau herfilegu mistök sem samstarfsmaðurinn, nískupúkinn fingralangi, gerði sig sekann um. Þegar eigandi segulbandstækisins snéri til baka komst hann að því að félagi hans hefði ákveðið, upp á sitt einsdæmi, að selja kassettutækið úr hljómflutningsgræjunum, fyrsta manni sem um það spurði, og það á hlægilegu lágvöruverði í þokkabót eða á sléttar þúsund krónur íslenskar. Já, þúsund krónur! Áffalli eiganda segulbandstækisins verður ekki lýst hér með orðum. Fjárhagslegt tap hans á viðskiptunum var auðvitað þó nokkuð svo ekki sé talað um hið mikla tilfinningatjón sem hann varð fyrir, en hljómfluttningsgræjurnar höfðu verið í hans eigu síðan í apríl árið 1992 og voru fullkomnu ástandi, eða í raun alveg eins og nýjar. Fjallað var um málið í útvarpsþætti Harmageddon í morgun. Hægt er að hlusta hér.Sony TCWR565RM Rackmount Dual Well segulbandstæki líkt og selt vari á Eiðistorgi í óþökk eiganda. Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon "Var þunnur í fimm ár“ Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Fór á fyllerí með David Grohl í tíunda bekk Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon
Sá fáheyrði atburður átti sér stað nú á dögunum, að fingralangur nískupúki komst yfir forláta segulbandstæki, sem hann svo seldi að eigandanum forspurðum. Atburðinn átti sér stað á flóamarkaði sem haldinn var á Eiðistorgi við Seltjarnarnes um helgina. Aðdragandi málsins var sá að eigandi segulbandstækisins var ásamt fingralanga nískupúkanum með sölubás á umræddum flóamarkaði og var þar boðið upp á ýmsan varning sem hafði daginn áður verið tíndur til úr geymslum þeirra beggja.Eigandi segulbandstækisins mætti á markaðinn með glæsilegar hljómflutningsgræjur sem höfðu verið framleiddar af japanska tæknifrumkvöðlinum Sony á síðasta áratug 20. aldar. Hljómflutningsgræjurnar samanstóðu af magnara með innbyggðu útvarpi, geislaspilara og tvöföldu kassettutæki. Græjurnar hugðist eigandinn ekki endilega selja heldur einungis heyra hvað fólk mundi hugsanlega vilja borga fyrir slíka gripi og síðan meta málið. Enda voru það skilaboðin sem þeir gestir markaðarins fengu, sem spurðu hversu mikið hann vildi fá fyrir þær.Um hádegisbilið á laugardaginn gerðist það svo sem aldrei átti að geta gerst. Eigandi segulbandstækisins brá sér frá básnum í um það bil 20 mínútur, grunlaus um þau herfilegu mistök sem samstarfsmaðurinn, nískupúkinn fingralangi, gerði sig sekann um. Þegar eigandi segulbandstækisins snéri til baka komst hann að því að félagi hans hefði ákveðið, upp á sitt einsdæmi, að selja kassettutækið úr hljómflutningsgræjunum, fyrsta manni sem um það spurði, og það á hlægilegu lágvöruverði í þokkabót eða á sléttar þúsund krónur íslenskar. Já, þúsund krónur! Áffalli eiganda segulbandstækisins verður ekki lýst hér með orðum. Fjárhagslegt tap hans á viðskiptunum var auðvitað þó nokkuð svo ekki sé talað um hið mikla tilfinningatjón sem hann varð fyrir, en hljómfluttningsgræjurnar höfðu verið í hans eigu síðan í apríl árið 1992 og voru fullkomnu ástandi, eða í raun alveg eins og nýjar. Fjallað var um málið í útvarpsþætti Harmageddon í morgun. Hægt er að hlusta hér.Sony TCWR565RM Rackmount Dual Well segulbandstæki líkt og selt vari á Eiðistorgi í óþökk eiganda.
Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon "Var þunnur í fimm ár“ Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Fór á fyllerí með David Grohl í tíunda bekk Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon