J.B. Holmes skaust í efsta sæti á Wells Fargo fyrir lokahringinn 4. maí 2014 10:04 J.B. Holmes hefur spilað frábært golf hingað til. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn J.B. Holmes skaust upp í forystusætið á Wells Fargo meistaramótinu á þriðja hring sem kláraðist í gær en hann er á 13 höggum undir pari eftir fyrstu þrjá hringina. Í öðru sæti kemur landi hans Martin Flores á 12 höggum undir pari en Phil Mickelson er einn í þriðja sæti á 11 höggum undir. Mickelson átti slakan annan hring í mótinu og lék á 75 höggum eða þremur yfir pari. Hann bætti sig hins vegar um 12 högg á milli hringja og lék á 63 höggum í gær, níu undir pari og er í hörkubaráttu um sigurinn fyrir lokahringinn.Rory McIlroy spilaði einnig frábært golf á Quail Hollow í gær eftir lélegt gengi á öðrum hring en hann kom inn á 65 höggum, sjö undir pari og er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. J.B. Holmes á marga aðdáendur en þessi 32 ára kylfingur er í hópi högglengri manna á PGA-mótaröðinni. Hann hefur unnið tvö mót á henni, árið 2006 og 2008 en síðan hann fór í heilaskurðaðgerð árið 2011 hefur honum ekki tekist að landa sigri. Áhugavert verður að sjá hvernig hann höndlar pressuna á lokahringnum í kvöld sem verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00. Golf Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn J.B. Holmes skaust upp í forystusætið á Wells Fargo meistaramótinu á þriðja hring sem kláraðist í gær en hann er á 13 höggum undir pari eftir fyrstu þrjá hringina. Í öðru sæti kemur landi hans Martin Flores á 12 höggum undir pari en Phil Mickelson er einn í þriðja sæti á 11 höggum undir. Mickelson átti slakan annan hring í mótinu og lék á 75 höggum eða þremur yfir pari. Hann bætti sig hins vegar um 12 högg á milli hringja og lék á 63 höggum í gær, níu undir pari og er í hörkubaráttu um sigurinn fyrir lokahringinn.Rory McIlroy spilaði einnig frábært golf á Quail Hollow í gær eftir lélegt gengi á öðrum hring en hann kom inn á 65 höggum, sjö undir pari og er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. J.B. Holmes á marga aðdáendur en þessi 32 ára kylfingur er í hópi högglengri manna á PGA-mótaröðinni. Hann hefur unnið tvö mót á henni, árið 2006 og 2008 en síðan hann fór í heilaskurðaðgerð árið 2011 hefur honum ekki tekist að landa sigri. Áhugavert verður að sjá hvernig hann höndlar pressuna á lokahringnum í kvöld sem verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira