Körfubolti

Sterling sagður vera með krabbamein

Sterling ásamt eiginkonu sinni, Shelly, sem hann er að skilja við.
Sterling ásamt eiginkonu sinni, Shelly, sem hann er að skilja við. vísir/getty
Umdeildasti maðurinn í Bandaríkjunum í dag, rasistinn Donald Sterling, er ekki bara að berjast fyrir félagi sínu, LA Clippers, heldur einnig fyrir lífi sínu.

Samkvæmt New York Post er hinn áttræði Sterling að glíma við krabbamein. Sterling ku vera illa haldinn og á víst ekki mikið eftir samkvæmt heimildum blaðsins.

Sterling var dæmdur í lífstíðarbann frá NBA-deildinni og eigendur annarra liða í deildinni ætla að þvinga hann til þess að selja félagið.

Fastlega var búist við því að Sterling myndi verjast með kjafti og klóm í dómssölum en ekki er víst að honum endist ævin til þess.

Forsíða NY Post.
NBA

Tengdar fréttir

"Gleðidagur í sögu Bandaríkjanna"

Körfuboltakappinn Magic Johnson gleðst yfir ákvörðun bandaríska körfuknattleikssambandsins að banna Donald Sterling, eiganda körfuknattleiksliðsins Clippers, alla aðkomu að íþróttinni.

Magic vill kaupa LA Clippers

Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×