Körfubolti

Þrjú lið tryggðu sér oddaleik

Stjörnur Oklahoma grimmar á svip í nótt.
Stjörnur Oklahoma grimmar á svip í nótt. vísir/getty
Oklahoma City Thunder, Indiana Pacers og Golden State Warriors tryggðu sér öll oddaleik í einvígjum sínum í fyrstu umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

Kevin Durant var í miklu stuði og skoraði 36 stig er Oklahoma spilaði sinn langbesta leik gegn Memphis og tryggði sér oddaleik á heimavelli.

Það var ekki síður pressa á liði númer eitt úr Austurdeildinni, Indiana, sem marði sigur á Atlanta í átakaleik. David West fór mikinn í liði Indiana og skoraði 12 af 24 stigum sínum í fjórða leikhluta.

Golden State marði eins stigs sigur á Clippers en þetta er í fyrsta skipti síðan 1987 sem Warriors vinnur leik þar sem liðið á möguleika á því að falla úr leik.

Stephen Curry skoraði 24 stig fyrir Warriors. Jamal Crawford atkvæðamestur hjá Clippers með 19 stig.

Úrslit (staðan í einvíginu):

Atlanta-Indiana  88-95 (3-3)

Memphis-Oklahoma  84-104 (3-3)

Golden State-LA Clippers  100-99 (3-3)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×