Frábær veiði í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 1. maí 2014 11:58 Sigurður Valdimar Steinþórsson með 12 punda urriða úr Þingvallavatni Mynd: Veiðikortið Það er óhætt að segja að vorveiðin í Þingvallavatni hafi sjaldan eða aldrei verið jafn lífleg og síðustu daga en urriðinn virðist vera að taka grimmt með hlýnandi veðri. Veiðin er góð á flestum stöðum og við þjóðgarðinn, þar sem flestir eru við veiðar, er búið að ganga afskaplega vel. Urriðinn virðist taka best eldsnemma á morgnana og seint á kvöldin, alveg fram í niðamyrkur og flugurnar sem eru að gefa eru af öllum stærðum og gerðu. Mest veiðist þó á hefðbundnar straumflugur eins og Black Ghost, Nobblera og straumflugur í líflegum litum en nokkrir hafa þó veiðst á stórar púpur. Á vef Veiðikortsins er skemmtileg myndasyrpa af veiðimönnum sem hafa sett í þann stóra við vatnið en algengar stærðir virðast vera 5-10 pund. Nokkrir stærri hafa þó sloppið en í það minnsta einn sem er klárlega um 20 pundin hefur þó verið tekin í land og eins og sjá má á myndinni er ekki um neinn smá fisk að ræða. Veiðimenn sem eiga eftir að landa stórurriða úr vatninu hafa 2-3 vikur í viðbót áður en urriðinn hverfur af veiðislóð og bleikjan kemur í staðinn svo það er um að gera að drífa sig því augnablik sem þessi, að landa fallegum urriða úr Þingvallavatni er eitthvað sem gleymist seint. Veiðimenn eru hvattir sem áður að sleppa urriðanum aftur og minnt er á að eingöngu má veiða á flugu. Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði
Það er óhætt að segja að vorveiðin í Þingvallavatni hafi sjaldan eða aldrei verið jafn lífleg og síðustu daga en urriðinn virðist vera að taka grimmt með hlýnandi veðri. Veiðin er góð á flestum stöðum og við þjóðgarðinn, þar sem flestir eru við veiðar, er búið að ganga afskaplega vel. Urriðinn virðist taka best eldsnemma á morgnana og seint á kvöldin, alveg fram í niðamyrkur og flugurnar sem eru að gefa eru af öllum stærðum og gerðu. Mest veiðist þó á hefðbundnar straumflugur eins og Black Ghost, Nobblera og straumflugur í líflegum litum en nokkrir hafa þó veiðst á stórar púpur. Á vef Veiðikortsins er skemmtileg myndasyrpa af veiðimönnum sem hafa sett í þann stóra við vatnið en algengar stærðir virðast vera 5-10 pund. Nokkrir stærri hafa þó sloppið en í það minnsta einn sem er klárlega um 20 pundin hefur þó verið tekin í land og eins og sjá má á myndinni er ekki um neinn smá fisk að ræða. Veiðimenn sem eiga eftir að landa stórurriða úr vatninu hafa 2-3 vikur í viðbót áður en urriðinn hverfur af veiðislóð og bleikjan kemur í staðinn svo það er um að gera að drífa sig því augnablik sem þessi, að landa fallegum urriða úr Þingvallavatni er eitthvað sem gleymist seint. Veiðimenn eru hvattir sem áður að sleppa urriðanum aftur og minnt er á að eingöngu má veiða á flugu.
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði