Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Ragnar Trausti skrifar 19. maí 2014 20:02 Vonarstræti, titill nýjustu myndar Baldvins Z, ber margar merkingar. Vísun í bæði vonir persónanna um betra líf og það öngstræti sem þær eru í. Myndin hefur vakið mikla athygli og gagnrýnendur keppast um að lofa myndina. Það lof á myndin fyllilega skilið enda gengur allt upp í henni. Það er ekki veikan blett að finna á þessu listaverki. Vonarstræti er önnur kvikmynd Baldvins í fullri lengd. Síðast gerði hann Óróa árið 2010 og þessar tvær kvikmyndir eiga það sameiginlegt að vera mjög dramatískar og í þeim er tekist á við vandamál á mjög raunsæjan máta. Þó mig langi ekki til þess að líkja Baldvini við neinn þá geri ég það samt. Stíll hans og nálgun sver sig í ætt við kvikmyndir sænska kvikmyndaleikstjórans Lukas Moodysson. Alls ekki slæm samlíking það.Sögusvið Vonarstrætis er Reykjavík rétt fyrir hrun. Útlit myndarinnar og listræn stjórn tvinnast vel saman við kvikmyndatöku Jóhanns Mána og tónlist Ólafs Arnalds. Það er sköpuð mjög tregafull mynd af Reykjavík sem styður við margbrotnar aðalpersónurnar. Myndin segir sögur þriggja einstaklinga sem allar hafa einhverja djöfla að draga. Þorsteinn Bachmann leikur Reykjavíkurskáldið Móra, Hera Hilmarsdóttir leikur Eik sem keppist við að láta enda ná saman og Þorvaldur Davíð leikur hinn unga bankaspaða Sölva. Sögur þessara persóna tvinnast svo saman og allar tengjast þær á einhvern hátt. Handrit myndarinnar er einstaklega vel útfært og unnið vel með persónusköpunina. Í þessu samhengi spilar margt saman til að koma handritinu af blaðinu yfir á tjaldið. Baldvin nær að skapa ótrúlega sterkar persónur sem leikarar myndarinnar hafa andað að sér með miklum krafti og sleppt lausum á hvíta tjaldinu. Kvikmyndataka og klipping styður svo fullkomlega við leiksigrana í myndinni og þannig styður allt við hvort annað, leikstjórn, listræn stjórn, leikur og tæknivinna. Það bara gengur allt upp!Þorsteinn Bachmann er kapítuli út af fyrir sig. Þvílíkur leikur í íslenskri kvikmynd hefur ekki sést í langan tíma. Hann skilar sínu og meira en það. Hera er fullkomin og Þorvaldur Davíð líka. Aukaleikarar myndarinnar eru líka ótrúlega góðir og sjaldan hef ég séð annað eins. Það er búið að lofa myndina svo mikið að það virðist varla þurfa enn eina lofrýnina á þessa mynd. Það sem Vonarstræti sýnir og sannar er að íslensk kvikmyndagerð stendur á tímamótum með þessari mynd. Ég held að ef Baldvin heldur áfram að gera kvikmyndir með þessu móti þá þurfi að byrja á nýjum kafla í íslenskri kvikmyndasögu. Ég vona að Baldvin setji ákveðin standard fyrir væntanlegar íslenskar kvikmyndir – Gullöld kvikmyndagerðar á Íslandi er hafin! 5 stjörnur Harmageddon Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Hljómsveitin The Pixies snýr aftur með nýtt efni Harmageddon Enginn vill heyra nýja tónlist frá Smashing Pumpkins Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon
Vonarstræti, titill nýjustu myndar Baldvins Z, ber margar merkingar. Vísun í bæði vonir persónanna um betra líf og það öngstræti sem þær eru í. Myndin hefur vakið mikla athygli og gagnrýnendur keppast um að lofa myndina. Það lof á myndin fyllilega skilið enda gengur allt upp í henni. Það er ekki veikan blett að finna á þessu listaverki. Vonarstræti er önnur kvikmynd Baldvins í fullri lengd. Síðast gerði hann Óróa árið 2010 og þessar tvær kvikmyndir eiga það sameiginlegt að vera mjög dramatískar og í þeim er tekist á við vandamál á mjög raunsæjan máta. Þó mig langi ekki til þess að líkja Baldvini við neinn þá geri ég það samt. Stíll hans og nálgun sver sig í ætt við kvikmyndir sænska kvikmyndaleikstjórans Lukas Moodysson. Alls ekki slæm samlíking það.Sögusvið Vonarstrætis er Reykjavík rétt fyrir hrun. Útlit myndarinnar og listræn stjórn tvinnast vel saman við kvikmyndatöku Jóhanns Mána og tónlist Ólafs Arnalds. Það er sköpuð mjög tregafull mynd af Reykjavík sem styður við margbrotnar aðalpersónurnar. Myndin segir sögur þriggja einstaklinga sem allar hafa einhverja djöfla að draga. Þorsteinn Bachmann leikur Reykjavíkurskáldið Móra, Hera Hilmarsdóttir leikur Eik sem keppist við að láta enda ná saman og Þorvaldur Davíð leikur hinn unga bankaspaða Sölva. Sögur þessara persóna tvinnast svo saman og allar tengjast þær á einhvern hátt. Handrit myndarinnar er einstaklega vel útfært og unnið vel með persónusköpunina. Í þessu samhengi spilar margt saman til að koma handritinu af blaðinu yfir á tjaldið. Baldvin nær að skapa ótrúlega sterkar persónur sem leikarar myndarinnar hafa andað að sér með miklum krafti og sleppt lausum á hvíta tjaldinu. Kvikmyndataka og klipping styður svo fullkomlega við leiksigrana í myndinni og þannig styður allt við hvort annað, leikstjórn, listræn stjórn, leikur og tæknivinna. Það bara gengur allt upp!Þorsteinn Bachmann er kapítuli út af fyrir sig. Þvílíkur leikur í íslenskri kvikmynd hefur ekki sést í langan tíma. Hann skilar sínu og meira en það. Hera er fullkomin og Þorvaldur Davíð líka. Aukaleikarar myndarinnar eru líka ótrúlega góðir og sjaldan hef ég séð annað eins. Það er búið að lofa myndina svo mikið að það virðist varla þurfa enn eina lofrýnina á þessa mynd. Það sem Vonarstræti sýnir og sannar er að íslensk kvikmyndagerð stendur á tímamótum með þessari mynd. Ég held að ef Baldvin heldur áfram að gera kvikmyndir með þessu móti þá þurfi að byrja á nýjum kafla í íslenskri kvikmyndasögu. Ég vona að Baldvin setji ákveðin standard fyrir væntanlegar íslenskar kvikmyndir – Gullöld kvikmyndagerðar á Íslandi er hafin! 5 stjörnur
Harmageddon Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Hljómsveitin The Pixies snýr aftur með nýtt efni Harmageddon Enginn vill heyra nýja tónlist frá Smashing Pumpkins Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon