Menning

Andri Snær og Þórarinn hlutu verðlaun Reykjavíkurborgar

Bjarki Ármannsson skrifar
Andri Snær og Þórarinn hlutu verðlaunin í Höfða rétt í þessu.
Andri Snær og Þórarinn hlutu verðlaunin í Höfða rétt í þessu. Vísir/Pjetur/GVA
Andri Snær Magnason veitti í dag viðtöku barnabókaverðlaunum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir bókina Tímakistan. Bókin var hlutskörpust í flokki frumsamdra barnabóka en hún hlaut einnig íslensku bókmenntaverðlaunin nú í janúar í flokki barna- og unglingabóka

Bókin Veiða vind í þýðingu Þórarins Eldjárn var svo valin best þýdda barnabókin. Bókin er upphaflega á færeysku og er eftir þau Rakel Helmsdal, Janus á Húsagarði og Kára Bæk. Þetta er í þriðja sinn sem Þórarinn fær þýðingarverðlaunin en hann hefur tvisvar fengið verðlaun fyrir bestu frumsömdu barnabókina. 

Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, og Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, afhentu barnabókaverðlaunin í Höfða nú síðdegis við hátíðlega athöfn. Í tilkynningu segir að Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs þjóni þeim tilgangi að vekja athygli á gildi góðra bókmennta í uppeldisstarfi og á metnaðarfullri útgáfu barnabóka. Dómnefnd var skipuð þeim Margréti Kristínu Blöndal, Mörtu Guðjónsdóttur og Guðrúnu Höllu Sveinsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.