Mikil spenna fyrir lokahringinn á Byron Nelson meistaramótinu 18. maí 2014 12:24 Louis Oosthuizen er að finna sitt gamla form í Texas. AP/Getty Louis Oosthuizen og Brendon Todd eru jafnir í efsta sæti þegar að einn hringur er eftir á Byron Nelson meistaramótinu en þeir hafa leikið fyrstu þrjá hringina á Las Colinas vellinum í Texas á tíu höggum undir pari. Mike Weir,Gary Woodland og James Hahn koma þar á eftir, jafnir í þriðja sæti á níu höggum undir en óvenju margir kylfingar eru í toppbaráttunni fyrir lokahringinn sem á eflaust eftir að verða mjög spennandi. Nokkur þekkt nöfn spiluðu sig úr toppbaráttunni á þriðja hring í gær en þar ber helst að nefna heimamanninn Jordan Spieth sem lék á 73 höggum en hann er jafn í 52. sæti á sléttu pari. Það sama gerði Englendingurinn Paul Casey sem fór á kostum á öðrum hring en hann er jafn í 25. sæti á þremur höggum undir pari. Þá lék Players meistarinn Martin Kaymer á 71 höggi eða einu yfir og er hann á fimm höggum undir pari eftir hringina þrjá. Gaman verður að sjá hvernig Louis Oosthuizen ríður af á lokadeginum en hann hefur verið í miklu basli með leik sinn undanfarna mánuði vegna meiðsla í baki. Það sama má segja um fyrrum Masters sigurvegarann Mike Weir sem eru aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum en hann hefur verið að berjast við ýmis meiðsli á undanförnum árum og hefur hann til að mynda ekki náð að enda meðal 25 efstu manna í móti á PGA-mótaröðinni síðan árið 2010. Lokahringurinn á Byron Nelson meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld en þegar að því líkur hefst bein útsending frá Kingsmill meistaramótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Louis Oosthuizen og Brendon Todd eru jafnir í efsta sæti þegar að einn hringur er eftir á Byron Nelson meistaramótinu en þeir hafa leikið fyrstu þrjá hringina á Las Colinas vellinum í Texas á tíu höggum undir pari. Mike Weir,Gary Woodland og James Hahn koma þar á eftir, jafnir í þriðja sæti á níu höggum undir en óvenju margir kylfingar eru í toppbaráttunni fyrir lokahringinn sem á eflaust eftir að verða mjög spennandi. Nokkur þekkt nöfn spiluðu sig úr toppbaráttunni á þriðja hring í gær en þar ber helst að nefna heimamanninn Jordan Spieth sem lék á 73 höggum en hann er jafn í 52. sæti á sléttu pari. Það sama gerði Englendingurinn Paul Casey sem fór á kostum á öðrum hring en hann er jafn í 25. sæti á þremur höggum undir pari. Þá lék Players meistarinn Martin Kaymer á 71 höggi eða einu yfir og er hann á fimm höggum undir pari eftir hringina þrjá. Gaman verður að sjá hvernig Louis Oosthuizen ríður af á lokadeginum en hann hefur verið í miklu basli með leik sinn undanfarna mánuði vegna meiðsla í baki. Það sama má segja um fyrrum Masters sigurvegarann Mike Weir sem eru aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum en hann hefur verið að berjast við ýmis meiðsli á undanförnum árum og hefur hann til að mynda ekki náð að enda meðal 25 efstu manna í móti á PGA-mótaröðinni síðan árið 2010. Lokahringurinn á Byron Nelson meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld en þegar að því líkur hefst bein útsending frá Kingsmill meistaramótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira