Körfubolti

Sterling íhugar að kæra NBA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Donald Sterling.
Donald Sterling. Vísir/Getty
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Donald Sterling, eigandi LA Clippers, ætli sér að berjast gegn refsiaðgerðum NBA-deildarinnar með kjafti og klóm.

Sterling mun hafa ráðið þekktan lögfræðing sem er sagður hafa sent Rick Buchanan, varaforseta NBA, bréf þar sem lögsókn er hótað.

Sterling var sektaður um 2,5 milljónir Bandaríkjadala - um 280 milljónir króna - eftir að upptaka með hörðum kynþáttafordómum hans var gerð opinber. Þá var hann settur í lífstíðarbann frá bæði Clippers og NBA-deildinni.

Lögfræðingur Sterling segir að ekki komi til greina að greiða sektina enda hafi skjólstæðingur hans ekkert sér til sakar unnið.

Þrátt fyrir það kom Sterling fram í sjónvarpsviðtali á dögunum þar sem hann viðurkenndi að hafa gert mikil mistök og baðst hann afsökunar á þeim.

NBA

Tengdar fréttir

LeBron vill losna við alla Sterling-fjölskylduna

Eiginkona rasistans Donald Sterling, eiganda LA Clippers, ætlar að berjast fyrir því að halda félaginu en besti leikmaður deildarinnar, LeBron James, er ekki hrifinn af því.

Magic Johnson: Sterling heldur að hann sé uppi á steinöld

NBA-goðsögnin Earvin "Magic" Johnson tjáði sig í gær um gagnrýni Donald Sterling, eiganda LA Clippers á sig og Magic er ekki sáttur við að Sterling sé alltaf að blanda sér í umræðuna um Sterling og rassista ummæli hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×