Peter Hanson lék best á fyrsta hring á Byron Nelson meistaramótinu 15. maí 2014 00:01 Hanson fagnar fugli á fjórðu holu í dag. AP/Getty Svíinn Peter Hanson lék best allra á fyrsta hring á Byron Nelson meistaramótinu sem kláraðist nú í kvöld en hann lék Las Colinas völlinn í Texas á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir pari en það eru þeir Marc Leishman, Tim Wilkinson og fyrrum besti kylfingur heims, David Duval. Margir kylfingar eru jafnir í fimmta sæti eftir að hafa leikið á 67 höggum eða þremur undir í dag en þar má meðal annars finna Players sigurvegarann frá síðustu viku, Martin Kaymer. Heimamaðurinn og sá kylfingur sem hvað flestir fylgdu eftir í dag, Jordan Spieth, átti ekki neina óskabyrjun en hann er jafn í 45. sæti á eftir að hafa leikið á 70 höggum eða pari vallar. Það sama gerði PGA-meistarinn Jason Dufner en hann hefur ekki átt góðu gengi að fagna í undanförnum mótum. Sýnt verður beint frá öðrum hring á Byron Nelson meistaramótinu á Golfstöðinni á morgun og hefst útsending klukkan 19:00. Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Svíinn Peter Hanson lék best allra á fyrsta hring á Byron Nelson meistaramótinu sem kláraðist nú í kvöld en hann lék Las Colinas völlinn í Texas á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir pari en það eru þeir Marc Leishman, Tim Wilkinson og fyrrum besti kylfingur heims, David Duval. Margir kylfingar eru jafnir í fimmta sæti eftir að hafa leikið á 67 höggum eða þremur undir í dag en þar má meðal annars finna Players sigurvegarann frá síðustu viku, Martin Kaymer. Heimamaðurinn og sá kylfingur sem hvað flestir fylgdu eftir í dag, Jordan Spieth, átti ekki neina óskabyrjun en hann er jafn í 45. sæti á eftir að hafa leikið á 70 höggum eða pari vallar. Það sama gerði PGA-meistarinn Jason Dufner en hann hefur ekki átt góðu gengi að fagna í undanförnum mótum. Sýnt verður beint frá öðrum hring á Byron Nelson meistaramótinu á Golfstöðinni á morgun og hefst útsending klukkan 19:00.
Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira