Uppskrift - svona steikir þú fisk Ellý Ármanns skrifar 16. maí 2014 11:45 myndir/pjétur Kári Þorsteinsson yfirkokkur á Kol Restaurant við Skólavörðustíg gefur lesendum Lífsins ljúffenga fiskuppskrift sem auðvelt er að matbúa heima og snilldar ráð sem allir ættu að kynna sér. Að sögn Kára leggur eldhúsið á Kol mikið uppúr „comfort“ og „klassísku twisti“ þegar kemur að matnum en þegar kemur að fiskréttum þá lumar Kári á góðum ráðum. mynd/pjétur Uppskrift 400gr þorskhnakkar 200gr nípa* 300gr mjólk 4 stk svartrót 100gr rauð steinlaus vínber 10msk hvítvíns edik 10msk sykur 6msk salt 40gr heslihnetur * Spurður hvað nípa er svarar Kári: „Nípa er grænmeti stundum kallað steinseljurót en það er misskilingur það er annars konar grænmeti.“ Aðferð: Nípa er skræld og skorin í ca 3cm x 3cm teninga svo sett í pott með tvöfalt meiri mjólk en nípu. Soðið þar til meyrt þá sett í blender og maukað þar til fínt, smakkað til með salti og sítrónu djús. Svartrótin er skræld og skolið, þetta þarf að gerast fljótt annars er hætta á að hún oxiterist (verði brún) síðan er hún skorin í helming og sett í pönnu ásamt smá smjöri, vatnið ætti næstum því að hylja svartrótina. Sett yfir á medium hita, þá síður vatnið niður og verður að engu, þá ætti svartrótin að vera elduð og byrjar að brúnast fallega í smjörinu. Vínberin eru pilluð að stilknum og dressuð með salti, sykri og smá ediki og þurrkuð í ofni við 110 gráður í sirka 2 klst. Heslihneturnar eru brúnaðar létt í ofni við 160 gráður í sirka 6 mínútur. Hér útbýr Kári dásamlegan þorskréttinn.mynd/pjétur Mikilvægt að hita pönnuna vel „Þegar steikja skal fisk skaltu hita pönnuna vel, þar til það rýkur úr henni þá er olíu bætt í og krydduðum fisknum. Ef pannan er ekki nógu heit þegar þú setur fiskinn í lækkar hitinn í henni svo mikið að þú nærð ekki að steikja fiskinn stökkan. Fiskurinn skal vera eldaður ca 80% á annari hliðinni, best er að steikja fiskinn á roð-hliðinni til að byrja með þannig helst hann vel saman.“Settu smjör á pönnuna áður en þú snýrð fisknum við „Gott er að bæta smá smjöri í pönnuna rétt áður en fisknum er snúið við. Til að vita hvort fiskurinn sé eldaður er gott að stinga mjóum prjón í hann og ef hann rennur í gegn án fyrirstöðu er hann klár,“ útskýrir Kári og bætir við: „Þegar skal velja skal þorsk eða annan hvítan fisk í fiskborði sem hefur verið roðflettur og beinhreinsaður skal tekið eftir litnum á honum, hann ætti að vera skínandi hvítur og laus við alla slepju, stinnur og nánast lyktarlaus.„ Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Kári Þorsteinsson yfirkokkur á Kol Restaurant við Skólavörðustíg gefur lesendum Lífsins ljúffenga fiskuppskrift sem auðvelt er að matbúa heima og snilldar ráð sem allir ættu að kynna sér. Að sögn Kára leggur eldhúsið á Kol mikið uppúr „comfort“ og „klassísku twisti“ þegar kemur að matnum en þegar kemur að fiskréttum þá lumar Kári á góðum ráðum. mynd/pjétur Uppskrift 400gr þorskhnakkar 200gr nípa* 300gr mjólk 4 stk svartrót 100gr rauð steinlaus vínber 10msk hvítvíns edik 10msk sykur 6msk salt 40gr heslihnetur * Spurður hvað nípa er svarar Kári: „Nípa er grænmeti stundum kallað steinseljurót en það er misskilingur það er annars konar grænmeti.“ Aðferð: Nípa er skræld og skorin í ca 3cm x 3cm teninga svo sett í pott með tvöfalt meiri mjólk en nípu. Soðið þar til meyrt þá sett í blender og maukað þar til fínt, smakkað til með salti og sítrónu djús. Svartrótin er skræld og skolið, þetta þarf að gerast fljótt annars er hætta á að hún oxiterist (verði brún) síðan er hún skorin í helming og sett í pönnu ásamt smá smjöri, vatnið ætti næstum því að hylja svartrótina. Sett yfir á medium hita, þá síður vatnið niður og verður að engu, þá ætti svartrótin að vera elduð og byrjar að brúnast fallega í smjörinu. Vínberin eru pilluð að stilknum og dressuð með salti, sykri og smá ediki og þurrkuð í ofni við 110 gráður í sirka 2 klst. Heslihneturnar eru brúnaðar létt í ofni við 160 gráður í sirka 6 mínútur. Hér útbýr Kári dásamlegan þorskréttinn.mynd/pjétur Mikilvægt að hita pönnuna vel „Þegar steikja skal fisk skaltu hita pönnuna vel, þar til það rýkur úr henni þá er olíu bætt í og krydduðum fisknum. Ef pannan er ekki nógu heit þegar þú setur fiskinn í lækkar hitinn í henni svo mikið að þú nærð ekki að steikja fiskinn stökkan. Fiskurinn skal vera eldaður ca 80% á annari hliðinni, best er að steikja fiskinn á roð-hliðinni til að byrja með þannig helst hann vel saman.“Settu smjör á pönnuna áður en þú snýrð fisknum við „Gott er að bæta smá smjöri í pönnuna rétt áður en fisknum er snúið við. Til að vita hvort fiskurinn sé eldaður er gott að stinga mjóum prjón í hann og ef hann rennur í gegn án fyrirstöðu er hann klár,“ útskýrir Kári og bætir við: „Þegar skal velja skal þorsk eða annan hvítan fisk í fiskborði sem hefur verið roðflettur og beinhreinsaður skal tekið eftir litnum á honum, hann ætti að vera skínandi hvítur og laus við alla slepju, stinnur og nánast lyktarlaus.„
Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira