Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan Rikka skrifar 15. maí 2014 12:00 Elísabet Margeirsdóttir í Japan Mynd/Facebook Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttakona, næringarfræðingur og ofurhlaupari er annar af skipuleggjendum Mt. Esja Ultra ofurhlaupsins sem haldið verður 21. júní næstkomandi. Sjálf er hún nýkomin heim frá Japan þar sem að hún tók þátt í Ultra Trail Mt. Fuji ofurhlaupi en leiðin er 169 km í fjölbreyttu umhverfi og yfir alls konar undirlag á leiðinni allt frá fjallendi niður á malbik. „Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet. „Einnig hafði ég tækifæri á að skipta einu sinni um skó og fara í hlýrri föt fyrir nóttina. Það voru þó margir tæknilegir toppar með allt að 30% halla, en þá tæklar maður með kraftgöngu. Sama gildir um niðurhlaupin, margt var ómögulegt að hlaupa vegna bratta og oft þurft ég að halda í reipi og tré.“Elísabet náði ótrúlega góðum árangri og varð 11. konan í mark og í 108.sæti af 850 keppendum sem kláruðu hlaupið.Mynd/Yuma HamayoshiÞrjátíu og eins klukkustunda hlaup Eins og gefur að skilja er gríðarlega mikill undirbúningur sem fylgir svona áskorun og byrjaði Elísabet að þjálfa fyrir keppnina í desember á síðasta ári. „Með góðri leiðsögn tókst mér að æfa sérhæft inni á líkamsræktarstöð ásamt útihlaupum áður en ég komst á Esjuna í lok febrúar. Æfingar gengu ótrúlega vel og allt skilaði sér í hlaupið í apríl.“ Elísabet náði ótrúlega góðum árangri og varð 11. konan í mark og í 108.sæti af 850 keppendum sem kláruðu hlaupið. „Mér leið ótrúlega skringilega, trúði því varla að hafa komist þessa vegalengd án allra vandræða. Ég kom í mark vel fyrir miðnætti seinna kvöldið eftir rúma 31 klukkustund og náði því að fara að sofa á skikkanlegum tíma eftir langan dag á hlaupum.“Elísabet heldur úti dagbók um ferðir sínar og gefur góð ráð.Draumurinn að hlaupa hringinn í kringum Mt. Blanc Næsta markmið Elísabetar er að klára Ultra Trail du Mt. Blanc 166 kílómetra ofurhlaupið í lok ágúst en þá er hlaupið hringið í kringum Mt. Blanc, hæsta fjall í Evrópu. „Ég farið nokkrum sinnum til að taka þátt í styttri hlaupum í kringum Mt. Blanc en nú fæ ég loksins tækifæri til að klára allan hringinn í kringum fjallið. Það er ekki sjálfgefið að fá að taka þátt í hlaupinu en maður þarf að safna punktum úr öðrum ofurhlaupum til að geta sótt um þátttöku. Það eru tvö hlaup á Íslandi sem eru tveggja punkta hlaup og annað þeirra er einmitt lengsta vegalengdin í Mt. Esja Ultra hlaupinu sem haldið verður í sumar,“ Skipuleggur ofurhlaup á Esjunni Elísabet hefur undanfarin þrjú ár skipulagt hið árlega Mt. Esja Ultra ofurhlaupið ásamt félaga sínum og verður hlaupið haldið 21.júní næstkomandi. „Við með eitthvað í boði fyrir alla, bæði byrjendur og fjallagarpa. Skráning gengur ótrúlega vel líkt og síðustu ár en hún fer fram á hlaup.is. Við erum með einstaka styrktaraðila á bak við okkur til að gera þetta að frábærri skemmtun en það eru meðal annars Esjustofa, TRI verslun, Compressport, Cintamani og Brooks á Íslandi.“Fjölbreytt mataræði í fyrirrúmi Til þess að ná góðum árangri í íþróttum sem og daglegu lífi þarf að huga vel að mataræðinu en fjölbreytnin er í fyrirrúmi hjá Elísabetu. „Það skiptir mig mestu máli til að vera viss um að fá nóg í mig af öllu sem ég þarf og í hæfilega stórum skömmtum,“ segir Elísabet. „Mér finnst gaman að bæta við nýjum fæðutegundum við mataræðið og nota mikið hnetur, fræ og ávexti til að bæta mikilvægum næringarefnum við mataræðið.“ Að lokum gefur Elísabet okkur svo uppskrift af eftirlætismorgunmatnum sínum þessa dagana: ½ dl Quinoa, skolað ½ dl tröllahafrar 1 tsk chia-fræ Soðið með 3dl af vatni og krydda vel með kanil. Ofan á set ég : 1 msk hreint skyr 1 msk grísk jógúrt 1 msk möndlusmjör 1 msk hampfræ 1 dl af niðurskornu mangói Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttakona, næringarfræðingur og ofurhlaupari er annar af skipuleggjendum Mt. Esja Ultra ofurhlaupsins sem haldið verður 21. júní næstkomandi. Sjálf er hún nýkomin heim frá Japan þar sem að hún tók þátt í Ultra Trail Mt. Fuji ofurhlaupi en leiðin er 169 km í fjölbreyttu umhverfi og yfir alls konar undirlag á leiðinni allt frá fjallendi niður á malbik. „Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet. „Einnig hafði ég tækifæri á að skipta einu sinni um skó og fara í hlýrri föt fyrir nóttina. Það voru þó margir tæknilegir toppar með allt að 30% halla, en þá tæklar maður með kraftgöngu. Sama gildir um niðurhlaupin, margt var ómögulegt að hlaupa vegna bratta og oft þurft ég að halda í reipi og tré.“Elísabet náði ótrúlega góðum árangri og varð 11. konan í mark og í 108.sæti af 850 keppendum sem kláruðu hlaupið.Mynd/Yuma HamayoshiÞrjátíu og eins klukkustunda hlaup Eins og gefur að skilja er gríðarlega mikill undirbúningur sem fylgir svona áskorun og byrjaði Elísabet að þjálfa fyrir keppnina í desember á síðasta ári. „Með góðri leiðsögn tókst mér að æfa sérhæft inni á líkamsræktarstöð ásamt útihlaupum áður en ég komst á Esjuna í lok febrúar. Æfingar gengu ótrúlega vel og allt skilaði sér í hlaupið í apríl.“ Elísabet náði ótrúlega góðum árangri og varð 11. konan í mark og í 108.sæti af 850 keppendum sem kláruðu hlaupið. „Mér leið ótrúlega skringilega, trúði því varla að hafa komist þessa vegalengd án allra vandræða. Ég kom í mark vel fyrir miðnætti seinna kvöldið eftir rúma 31 klukkustund og náði því að fara að sofa á skikkanlegum tíma eftir langan dag á hlaupum.“Elísabet heldur úti dagbók um ferðir sínar og gefur góð ráð.Draumurinn að hlaupa hringinn í kringum Mt. Blanc Næsta markmið Elísabetar er að klára Ultra Trail du Mt. Blanc 166 kílómetra ofurhlaupið í lok ágúst en þá er hlaupið hringið í kringum Mt. Blanc, hæsta fjall í Evrópu. „Ég farið nokkrum sinnum til að taka þátt í styttri hlaupum í kringum Mt. Blanc en nú fæ ég loksins tækifæri til að klára allan hringinn í kringum fjallið. Það er ekki sjálfgefið að fá að taka þátt í hlaupinu en maður þarf að safna punktum úr öðrum ofurhlaupum til að geta sótt um þátttöku. Það eru tvö hlaup á Íslandi sem eru tveggja punkta hlaup og annað þeirra er einmitt lengsta vegalengdin í Mt. Esja Ultra hlaupinu sem haldið verður í sumar,“ Skipuleggur ofurhlaup á Esjunni Elísabet hefur undanfarin þrjú ár skipulagt hið árlega Mt. Esja Ultra ofurhlaupið ásamt félaga sínum og verður hlaupið haldið 21.júní næstkomandi. „Við með eitthvað í boði fyrir alla, bæði byrjendur og fjallagarpa. Skráning gengur ótrúlega vel líkt og síðustu ár en hún fer fram á hlaup.is. Við erum með einstaka styrktaraðila á bak við okkur til að gera þetta að frábærri skemmtun en það eru meðal annars Esjustofa, TRI verslun, Compressport, Cintamani og Brooks á Íslandi.“Fjölbreytt mataræði í fyrirrúmi Til þess að ná góðum árangri í íþróttum sem og daglegu lífi þarf að huga vel að mataræðinu en fjölbreytnin er í fyrirrúmi hjá Elísabetu. „Það skiptir mig mestu máli til að vera viss um að fá nóg í mig af öllu sem ég þarf og í hæfilega stórum skömmtum,“ segir Elísabet. „Mér finnst gaman að bæta við nýjum fæðutegundum við mataræðið og nota mikið hnetur, fræ og ávexti til að bæta mikilvægum næringarefnum við mataræðið.“ Að lokum gefur Elísabet okkur svo uppskrift af eftirlætismorgunmatnum sínum þessa dagana: ½ dl Quinoa, skolað ½ dl tröllahafrar 1 tsk chia-fræ Soðið með 3dl af vatni og krydda vel með kanil. Ofan á set ég : 1 msk hreint skyr 1 msk grísk jógúrt 1 msk möndlusmjör 1 msk hampfræ 1 dl af niðurskornu mangói
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira