Byron Nelson meistaramótið hefst í dag 15. maí 2014 10:37 Jason Dufner verður í baráttunni um helgina. AP/Getty Byron Nelson meistaramótið hefst í dag en mótið fer fram á TPC Las Colinas vellinum í Texas. Mótið er kennt við goðsögnina Byron Nelson sem sigraði á sínum tíma fimm risamót en þekktastur var hann fyrir að sigra heil 18 mót á PGA-mótaröðinni árið 1945, þar af 11 í röð sem er met sem verður eflaust aldrei slegið. Eftir Players meistaramótið taka nokkrir þekktir kylfingar á borð við Rory McIlroy, Adam Scott og Phil Mickelson ekki þátt um helgina en þrátt fyrir það eru mörg stór nöfn skráð til leiks. Helst ber að nefna heimamanninn Jordan Spieth en hann á án efa eftir að fá mikinn stuðning frá áhorfendum um helgina. Hann leikur fyrstu tvo hringina með Harris English og sigurvegara síðasta árs, Sang-Moon Bae. Þá leika Dustin Johnson, Justin Leonard og PGA-meistarinn Jason Dufner saman í holli sem og Matt Kuchar, Gary Woodland og Keegan Bradley. Players meistarinn Martin Kaymer er einnig með að þessu sinni en hann leikur með Jimmy Walker og Brandt Snedeker fyrstu tvo hringina. Þá er einnig gaman að taka fram að Byron Nelson meistaramótið er sá viðburður á PGA-mótaröðinni sem safnað hefur mestu fé til góðgerðarmála í gegn um tíðina, alls 120 milljón dollurum eða rúmlega 13.5 milljörðum króna.Mótið verður að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Byron Nelson meistaramótið hefst í dag en mótið fer fram á TPC Las Colinas vellinum í Texas. Mótið er kennt við goðsögnina Byron Nelson sem sigraði á sínum tíma fimm risamót en þekktastur var hann fyrir að sigra heil 18 mót á PGA-mótaröðinni árið 1945, þar af 11 í röð sem er met sem verður eflaust aldrei slegið. Eftir Players meistaramótið taka nokkrir þekktir kylfingar á borð við Rory McIlroy, Adam Scott og Phil Mickelson ekki þátt um helgina en þrátt fyrir það eru mörg stór nöfn skráð til leiks. Helst ber að nefna heimamanninn Jordan Spieth en hann á án efa eftir að fá mikinn stuðning frá áhorfendum um helgina. Hann leikur fyrstu tvo hringina með Harris English og sigurvegara síðasta árs, Sang-Moon Bae. Þá leika Dustin Johnson, Justin Leonard og PGA-meistarinn Jason Dufner saman í holli sem og Matt Kuchar, Gary Woodland og Keegan Bradley. Players meistarinn Martin Kaymer er einnig með að þessu sinni en hann leikur með Jimmy Walker og Brandt Snedeker fyrstu tvo hringina. Þá er einnig gaman að taka fram að Byron Nelson meistaramótið er sá viðburður á PGA-mótaröðinni sem safnað hefur mestu fé til góðgerðarmála í gegn um tíðina, alls 120 milljón dollurum eða rúmlega 13.5 milljörðum króna.Mótið verður að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira