102 ára á 320 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2014 08:45 Edith Pittenger og Mario Andretti eftir bíltúrinn. Það eru ekki allar 102 ára konur sem hafa setið í bíl á 320 km hraða, hvað þá með hinn goðsagnarkennda keppnisökumann Mario Andretti við stýrið. Það gerði þó Edith Pittenger um daginn á Indianapolis Motor Speedway og óku þau tveggja sæta IndyCar kappakstursbíl. Andretti náði 320 km hraða í bíltúrnum með þá gömlu og var hún algjörlega í skýjunum með ökuferðina og vildi strax fara annan hring. Þessi atburður var einn af mörgum skemmtilegum á Memorial day Weekend hátíð sem haldin var í Indianapolis fyrir stuttu. Fyrir 6 árum fékk Edith Pittenger líka að aka um brautina með Arie Luyendyk við stýrið, en það var jólagjöf til hennar er hún hélt uppá 96 ára afmæli sitt. Það var þá met í aldri á brautinni, en nú hefur hún semsagt bætt það um 6 ár.Gamlingjarnir á fullu í brautinni. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent
Það eru ekki allar 102 ára konur sem hafa setið í bíl á 320 km hraða, hvað þá með hinn goðsagnarkennda keppnisökumann Mario Andretti við stýrið. Það gerði þó Edith Pittenger um daginn á Indianapolis Motor Speedway og óku þau tveggja sæta IndyCar kappakstursbíl. Andretti náði 320 km hraða í bíltúrnum með þá gömlu og var hún algjörlega í skýjunum með ökuferðina og vildi strax fara annan hring. Þessi atburður var einn af mörgum skemmtilegum á Memorial day Weekend hátíð sem haldin var í Indianapolis fyrir stuttu. Fyrir 6 árum fékk Edith Pittenger líka að aka um brautina með Arie Luyendyk við stýrið, en það var jólagjöf til hennar er hún hélt uppá 96 ára afmæli sitt. Það var þá met í aldri á brautinni, en nú hefur hún semsagt bætt það um 6 ár.Gamlingjarnir á fullu í brautinni.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent