Körfubolti

Magic Johnson: Sterling heldur að hann sé uppi á steinöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magic þegar hann var upp á sitt besta.
Magic þegar hann var upp á sitt besta. Vísir/Getty
NBA-goðsögnin Earvin „Magic" Johnson tjáði sig í gær um gagnrýni Donald Sterling, eiganda LA Clippers á sig og Magic er ekki sáttur við að Sterling sé alltaf að blanda sér í umræðuna um Sterling og rassista ummæli hans.

Sterling hélt því fram að Magic hafi ekkert gert til að hjálpa öðrum og spurði jafnframt hvers konar fyrirmynd fyrir börnin í LA væri maður sem svaf hjá konum í hverri borg og fékk alnæmi.

NBA hefur sett Donald Sterling í algjört lífstíðarbann frá Clippers og NBA eftir að upptaka með hörðum kynþáttafordómum hans var gerð opinber.

„Hann heldur að hann sé uppi á steinöld," sagði hinn 54 ára gamli Magic sem telur að hann sjálfur hafi gert sitt til að gera Bandaríkin að betri stað.

„Þetta er maður sem er sár og reiður og hann er að reyna að komast upp úr holunni. Hann er að reyna að finna eitthvað haldreipi til að hjálpa sér við að halda félaginu sínu. Það er bara ekki að fara gerast," sagði Magic sem segist ætla að biðja fyrir Sterling.

„Ég kom fram eins og maður og ég sagði heiminum frá þessu. Ég var ekki að kenna neinum öðrum um og vissi vel hvað ég gerði rangt. Ég var líka að vonast til þess að geta hjálpað fólki," sagði Magic ennfremur aðspurður um hinn fræga blaðamannafund árið 1991 þegar hann tilkynnti heiminum að hann væri með alnæmi og yrði að hætta að spila í NBA.

NBA

Tengdar fréttir

LeBron vill losna við alla Sterling-fjölskylduna

Eiginkona rasistans Donald Sterling, eiganda LA Clippers, ætlar að berjast fyrir því að halda félaginu en besti leikmaður deildarinnar, LeBron James, er ekki hrifinn af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×