Óli Stef og „Facebook-löggan“ í eldlínunni 13. maí 2014 15:30 Ólafur Stefánsson Vísir/Daníel Ráðstefnan TEDxReykjavík verður haldin þann 17. maí n.k. í Hörpu. Markmið ráðstefnunnar er að ljá góðum hugmyndum vængi. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem kynntar verða nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. TEDxReykjavík er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga til að koma hugmyndum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi, en erindin eru mörg á ensku. Mælendur á TEDxReykjavík eru einhverjir áhugaverðustu hugsuðir, frumkvöðlar, listamenn og áhrifafólk sem Ísland hefur upp á að bjóða að því er segir í fréttatilkynningu. Meðal mælenda á TEDxReykjavík 2014 verða Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður, Gulla Jónsdóttir arkítekt, Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, Þorsteinn Guðmundsson grínisti, Ýmir Vigfússon, doktor í tölvunarfræði, Þórir Ingvarsson betur þekktur sem „Facebook löggan“, Ásdís Olsen kennari og Karl Aspelund, prófessor við háskólann í Rhode Island. Ólafur Stefánsson mun halda fyrirlestur um það sem hann lærði af handboltanum og hvernig við getum öll notað þær lexíur í daglegu lífi okkar. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að við séum meðvituð um aðstæður okkar og alla þá möguleika sem frammi fyrir okkur standa. Þannig getum við brugðist best við umhverfi okkar hverju sinni, hvort sem um er að ræða íþróttaleik eða einhverjar aðrar aðstæður í lífinu.Pétur GuðmundssonPétur Kr. Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður verður einnig á meðal mælenda. Pétur er 27 ára kvikmyndagerðamaður og frumsýndi nýverið kvikmyndina Heild, þar sem náttúra Íslands er í aðalhlutverki. Fyrir rúmum þremur árum féll Pétur fram af kletti í Austurríki og lamaðist fyrir neðan mitti. Læknar sögðu honum að hann myndi aldrei stíga í fæturna á ný. Með viljann að vopni hefur honum hins vegar tekist að stíga í fæturna með því að klæðast spelkum og notar hjólastólinn aðeins heima við. Hann er hvergi nærri hættur í bataferlinu og berst fyrir framförum í þágu lamaðra um allan heim og vinnur að þróun nýs stoðtækis með Össuri. Pétur mun gefa okkur innsýn í hvernig það er að vera sagt að maður muni aldrei geta staðið upp það sem eftir er. Hann mun fjalla um baráttuna fyrir auknum framförum í þágu mænuskaðaðra og um þá staðreynd að hjólastóllinn er enn þann dag í dag eina lausnin sem notuð er við mænuskaða. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu viðburðarins. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Ráðstefnan TEDxReykjavík verður haldin þann 17. maí n.k. í Hörpu. Markmið ráðstefnunnar er að ljá góðum hugmyndum vængi. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem kynntar verða nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. TEDxReykjavík er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga til að koma hugmyndum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi, en erindin eru mörg á ensku. Mælendur á TEDxReykjavík eru einhverjir áhugaverðustu hugsuðir, frumkvöðlar, listamenn og áhrifafólk sem Ísland hefur upp á að bjóða að því er segir í fréttatilkynningu. Meðal mælenda á TEDxReykjavík 2014 verða Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður, Gulla Jónsdóttir arkítekt, Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, Þorsteinn Guðmundsson grínisti, Ýmir Vigfússon, doktor í tölvunarfræði, Þórir Ingvarsson betur þekktur sem „Facebook löggan“, Ásdís Olsen kennari og Karl Aspelund, prófessor við háskólann í Rhode Island. Ólafur Stefánsson mun halda fyrirlestur um það sem hann lærði af handboltanum og hvernig við getum öll notað þær lexíur í daglegu lífi okkar. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að við séum meðvituð um aðstæður okkar og alla þá möguleika sem frammi fyrir okkur standa. Þannig getum við brugðist best við umhverfi okkar hverju sinni, hvort sem um er að ræða íþróttaleik eða einhverjar aðrar aðstæður í lífinu.Pétur GuðmundssonPétur Kr. Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður verður einnig á meðal mælenda. Pétur er 27 ára kvikmyndagerðamaður og frumsýndi nýverið kvikmyndina Heild, þar sem náttúra Íslands er í aðalhlutverki. Fyrir rúmum þremur árum féll Pétur fram af kletti í Austurríki og lamaðist fyrir neðan mitti. Læknar sögðu honum að hann myndi aldrei stíga í fæturna á ný. Með viljann að vopni hefur honum hins vegar tekist að stíga í fæturna með því að klæðast spelkum og notar hjólastólinn aðeins heima við. Hann er hvergi nærri hættur í bataferlinu og berst fyrir framförum í þágu lamaðra um allan heim og vinnur að þróun nýs stoðtækis með Össuri. Pétur mun gefa okkur innsýn í hvernig það er að vera sagt að maður muni aldrei geta staðið upp það sem eftir er. Hann mun fjalla um baráttuna fyrir auknum framförum í þágu mænuskaðaðra og um þá staðreynd að hjólastóllinn er enn þann dag í dag eina lausnin sem notuð er við mænuskaða. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu viðburðarins.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira