Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2014 14:34 Falleg veiði úr Svarfaðardalsá Mynd: www.svak.is Ein af bestu silungsveiðiám í nágrenni Akureyrar, Svarfaðardalsá, er að detta í forsölu fyrir félagsmenn SVAK en það er vissara fyrir aðra sem hafa áhuga á henni að fylgjast vel með forsölunni. Það komast miklu færri að en vilja í þessa skemmtilegu á enda er veiðin í henni frábær og möguleiki á bleikju, urriða, sjóbirting og jafnvel stöku laxi. Áin er þrælskemmtileg og í henni er mikið af skemmtilegum veiðistöðum þar sem flugan nýtur sín sérstaklega vel sem veiðarfæri. Veiði hefst í ánni 1. júní en fyrstu stóru skotin byrja yfirleitt fljótlega eftir 17. júní en besta veiðin er þó frá byrjun júlí og fram til mánaðarmóta ágúst september og á góðum dögum veiðast allt að 50 fiskar í ánni á dag en stundum meira. 200-400 fiskar veiðast yfirleitt árlega á svæðum 1-2-4-5 og þá á hverju svæði fyrir sig en svæði 3 stendur uppúr hvað veiðitölur varða en þar veiðast árlega um og yfir 600 fiskar. Þeir sem eru ekki félagar í SVAK en vilja tryggja sér daga þurfa þess vegna að fylgjast vel með forsölunni og vera fljótir að tryggja sér þá daga sem verða eftir því það er alveg víst að það selst upp í ánna á þessu ári. Stangveiði Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði
Ein af bestu silungsveiðiám í nágrenni Akureyrar, Svarfaðardalsá, er að detta í forsölu fyrir félagsmenn SVAK en það er vissara fyrir aðra sem hafa áhuga á henni að fylgjast vel með forsölunni. Það komast miklu færri að en vilja í þessa skemmtilegu á enda er veiðin í henni frábær og möguleiki á bleikju, urriða, sjóbirting og jafnvel stöku laxi. Áin er þrælskemmtileg og í henni er mikið af skemmtilegum veiðistöðum þar sem flugan nýtur sín sérstaklega vel sem veiðarfæri. Veiði hefst í ánni 1. júní en fyrstu stóru skotin byrja yfirleitt fljótlega eftir 17. júní en besta veiðin er þó frá byrjun júlí og fram til mánaðarmóta ágúst september og á góðum dögum veiðast allt að 50 fiskar í ánni á dag en stundum meira. 200-400 fiskar veiðast yfirleitt árlega á svæðum 1-2-4-5 og þá á hverju svæði fyrir sig en svæði 3 stendur uppúr hvað veiðitölur varða en þar veiðast árlega um og yfir 600 fiskar. Þeir sem eru ekki félagar í SVAK en vilja tryggja sér daga þurfa þess vegna að fylgjast vel með forsölunni og vera fljótir að tryggja sér þá daga sem verða eftir því það er alveg víst að það selst upp í ánna á þessu ári.
Stangveiði Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði