Sögulegar endurkomur Clippers og Pacers Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2014 08:58 Indiana Pacers er komið í 3-1 gegn Washington Wizards í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA eftir 95-92 sigur í spennandi leik liðanna í höfuðborginni í nótt. Wizards var mest 16 stigum yfir í þriðja leikhluta og stóðst fyrsta áhlaup Indiana í þeim fjórða. En undir dyggri forystu Paul George með góðri hjálp frá miðherjanum Roy Hibbert tókst Indiana að vinna upp muninn og tryggja sér sigur. George og Hibbert, sem virðist vaknaður eftir afar langan blund, skoruðu nánast öll stig gestanna á lokasprettinum en í heildina skoraði George 39 stig og tók 12 fráköst. Hann skoraði einnig sjö þriggja stiga körfur úr tíu tilraunum og er fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þessum tölum í úrslitakeppninni. Hibbert setti niður 17 stig og brosti sínu breiðasta í fjórða leikhluta en loksins lítur hann aftur út eins og körfuboltamaður. Bradley Beal skoraði 20 stig fyrir Washington sem þarf að vinna í Indiana í næsta leik ætli það að halda sér á lífi í einvíginu. Los Angeles Clippers jafnaði einvígi sitt við Oklahoma City Thunder, 2-2, á heimavelli í nótt með góðum sigri, 101-99. Liðið var mest 16 stigum undir í fjórða leikhluta en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem tvö lið vinna upp 15 stiga forskot sama kvöldið og vinna leik í úrslitakeppninni. Söguleg nótt að baki.Blake Griffin var stigahæstur heimamanna með 25 stig og 9 fráköst en Clippers vann fjórða leikhlutann, 38-24. Oklahoma City getur sjálfu sér um kennt að vera ekki 3-1 yfir í þessu einvígi. Chris Paul bætti við 23 stigum og 10 fráköstum. Hjá OKC var KevinDurant í stuði en hann skoraði 40 stig og tók 7 fráköst. RussellWestbrok skoraði 27 stig og tók 8 fráköst en hann, eins og stundum áður, valdi nokkur slæm skot á lokasprettinum sem hjálpaði Clippers að vinna leikinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá falleg tilþrif frá Paul George, leikmanni Indiana, í nótt en hér að neðan er myndbrot frá einvigi Kevins Durants og Chris Pauls í leik OKC og Clippers. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Sjá meira
Indiana Pacers er komið í 3-1 gegn Washington Wizards í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA eftir 95-92 sigur í spennandi leik liðanna í höfuðborginni í nótt. Wizards var mest 16 stigum yfir í þriðja leikhluta og stóðst fyrsta áhlaup Indiana í þeim fjórða. En undir dyggri forystu Paul George með góðri hjálp frá miðherjanum Roy Hibbert tókst Indiana að vinna upp muninn og tryggja sér sigur. George og Hibbert, sem virðist vaknaður eftir afar langan blund, skoruðu nánast öll stig gestanna á lokasprettinum en í heildina skoraði George 39 stig og tók 12 fráköst. Hann skoraði einnig sjö þriggja stiga körfur úr tíu tilraunum og er fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þessum tölum í úrslitakeppninni. Hibbert setti niður 17 stig og brosti sínu breiðasta í fjórða leikhluta en loksins lítur hann aftur út eins og körfuboltamaður. Bradley Beal skoraði 20 stig fyrir Washington sem þarf að vinna í Indiana í næsta leik ætli það að halda sér á lífi í einvíginu. Los Angeles Clippers jafnaði einvígi sitt við Oklahoma City Thunder, 2-2, á heimavelli í nótt með góðum sigri, 101-99. Liðið var mest 16 stigum undir í fjórða leikhluta en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem tvö lið vinna upp 15 stiga forskot sama kvöldið og vinna leik í úrslitakeppninni. Söguleg nótt að baki.Blake Griffin var stigahæstur heimamanna með 25 stig og 9 fráköst en Clippers vann fjórða leikhlutann, 38-24. Oklahoma City getur sjálfu sér um kennt að vera ekki 3-1 yfir í þessu einvígi. Chris Paul bætti við 23 stigum og 10 fráköstum. Hjá OKC var KevinDurant í stuði en hann skoraði 40 stig og tók 7 fráköst. RussellWestbrok skoraði 27 stig og tók 8 fráköst en hann, eins og stundum áður, valdi nokkur slæm skot á lokasprettinum sem hjálpaði Clippers að vinna leikinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá falleg tilþrif frá Paul George, leikmanni Indiana, í nótt en hér að neðan er myndbrot frá einvigi Kevins Durants og Chris Pauls í leik OKC og Clippers.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Sjá meira