Ekki henda girnisafgöngum við veiðistaðinn þinn Karl Lúðvíksson skrifar 29. maí 2014 21:57 Kindin við Hlíðarvatn var með ljót sár eftir girnið Því hefur oft verið miðlað til veiðimanna að henda aldrei girni út í náttúruna, ekki er það bara sóðaskapur heldur getur girnið skaðað dýr sem deila svæðinu með veiðimönnum. Dæmi um þetta sást við Hlíðarvatn í gær þegar veiðimenn sáu kind sem hafði flækt klaufirnar í 0.30-0.40 mm girni og var hún nokkuð illa á sig komin. Eins og sést á myndinni sker girnið sig í klaufir dýrsins svo úr verður ljótt sár sem getur gróið illa. Það tók nokkra vaska Hafnfirska veiðimenn smá tíma að ná kindinni og leysa hana úr flækjunni en eflaust hefur kindin verið því fegin að losna við girnið. Girnisflækjur við ár- og vatnsbakka eru fuglum og öðrum dýrum hættulegar enda geta dýrin flækst illa í smáum girnisspottum. Ungar and- og vaðfugla finnast því miður of oft í byrjun sumars dauðir eftir að hafa fest sig í smá girnisflækjum sem þeir losna ekki úr. Þetta er allt of algengt ennþá í dag að sjá girnisflækjur við veiðistaði, hvort heldur er við ár eða vötn, og það er skömm að því hvernig örfáir einstaklingar í sportinu koma óorði á þá veiðimenn sem ganga vel um náttúruna. Það hefur verið umtalað hvernig umgengnin hefur batnað til mikilla muna við Þingvallavatn en á sama tíma finnst mörgum hún hafa versnað annars staðar. Hér þarf sameiginlegt átak allra veiðimanna til að bæta úr þessu enda eigum við ekki að skilja neitt annað eftir en sporin okkar þegar við förum af veiðistað. Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði
Því hefur oft verið miðlað til veiðimanna að henda aldrei girni út í náttúruna, ekki er það bara sóðaskapur heldur getur girnið skaðað dýr sem deila svæðinu með veiðimönnum. Dæmi um þetta sást við Hlíðarvatn í gær þegar veiðimenn sáu kind sem hafði flækt klaufirnar í 0.30-0.40 mm girni og var hún nokkuð illa á sig komin. Eins og sést á myndinni sker girnið sig í klaufir dýrsins svo úr verður ljótt sár sem getur gróið illa. Það tók nokkra vaska Hafnfirska veiðimenn smá tíma að ná kindinni og leysa hana úr flækjunni en eflaust hefur kindin verið því fegin að losna við girnið. Girnisflækjur við ár- og vatnsbakka eru fuglum og öðrum dýrum hættulegar enda geta dýrin flækst illa í smáum girnisspottum. Ungar and- og vaðfugla finnast því miður of oft í byrjun sumars dauðir eftir að hafa fest sig í smá girnisflækjum sem þeir losna ekki úr. Þetta er allt of algengt ennþá í dag að sjá girnisflækjur við veiðistaði, hvort heldur er við ár eða vötn, og það er skömm að því hvernig örfáir einstaklingar í sportinu koma óorði á þá veiðimenn sem ganga vel um náttúruna. Það hefur verið umtalað hvernig umgengnin hefur batnað til mikilla muna við Þingvallavatn en á sama tíma finnst mörgum hún hafa versnað annars staðar. Hér þarf sameiginlegt átak allra veiðimanna til að bæta úr þessu enda eigum við ekki að skilja neitt annað eftir en sporin okkar þegar við förum af veiðistað.
Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði