Körfubolti

NBA í nótt: Indiana heldur í vonina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul George var hrikalegur í nótt.
Paul George var hrikalegur í nótt. Vísir/AP
Indiana náði að minnka muninn í 3-2 í rimmu liðsins gegn Miami Heat í úrslitum austursins í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Indiana vann fimmta leik liðanna á heimavelli, 93-90, en Miami fær tækifæri til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum á heimavelli aðfaranótt laugardags.

Paul George fór mikinn í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af 21 í fjórða leikhluta þegar hann gerði allt sem hann gat til að tryggja sigur sinna manna. Hann nýtti tólf af nítján skotum sínum í síðari hálfleik og var þar að auki með sex fráköst, sex stolna bolta og aðeins þrjá tapaða bolta á 45 mínútum.

LeBron James lenti í villuvandræðum í leiknum og spilaði af þeim sökum í aðeins 24 mínútur. Hann skoraði einungis sjö stig í leiknum en hann hefur aldrei áður skorað svo lítið í leik í úrslitakeppni á ferlinum.

Chris Bosh var með 20 stig og þeir Dwyane Wade og Rashard Lewis átján hvor.

Samantekt af frammistöðu George:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×