Colin Montgomerie sigraði á PGA meistaramóti öldunga 27. maí 2014 23:30 Montgomerie fagnar sigrinum um helgina. Getty Skotinn Colin Montgomerie sigraði á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum á ferlinum um helgina en hann sigraði á PGA meistaramóti öldunga sem fram fór á Harbor Shores vellinum í Michigan. Mótið er eitt af „risamótum“ öldungamótaraðarinnar en Montgomerie hóf leik á henni fyrr á árinu þar sem hann er orðinn fimmtugur. Lék hann hringina fjóra á 13 höggum undir pari en goðsögnin Tom Watson endaði í öðru sæti á níu undir pari. Sigur Montgomerie er einnig hans fyrsti í atvinnugolfmóti síðan árið 2007 en með honum öðlaðist hann þátttökurétt á PGA-meistaramótinu á Valhalla vellinum í ágúst. „Ég er ótrúlega ánægður með að hafa unnið mitt fyrsta mót á bandarískri grundu eftir öll þessi ár,“ sagði Montgomerie við fréttamenn eftir lokahringinn. “Þetta hefur verið eitthvað sem hefur vantað á ferilskránna mína þrátt fyrir að ég hafi svo sannarlega reynt oft fyrir mér í Bandaríkjunum. Þá gefur það mér smá uppreisn æru að minn fyrsti sigur á öldungamótaröðinni sé risamót sem hefur mikla sögu, ég er í góðu formi þessa dagana og mig hlakkar mikið til að berjast aftur við þá bestu á PGA-meistaramótinu.“ Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Skotinn Colin Montgomerie sigraði á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum á ferlinum um helgina en hann sigraði á PGA meistaramóti öldunga sem fram fór á Harbor Shores vellinum í Michigan. Mótið er eitt af „risamótum“ öldungamótaraðarinnar en Montgomerie hóf leik á henni fyrr á árinu þar sem hann er orðinn fimmtugur. Lék hann hringina fjóra á 13 höggum undir pari en goðsögnin Tom Watson endaði í öðru sæti á níu undir pari. Sigur Montgomerie er einnig hans fyrsti í atvinnugolfmóti síðan árið 2007 en með honum öðlaðist hann þátttökurétt á PGA-meistaramótinu á Valhalla vellinum í ágúst. „Ég er ótrúlega ánægður með að hafa unnið mitt fyrsta mót á bandarískri grundu eftir öll þessi ár,“ sagði Montgomerie við fréttamenn eftir lokahringinn. “Þetta hefur verið eitthvað sem hefur vantað á ferilskránna mína þrátt fyrir að ég hafi svo sannarlega reynt oft fyrir mér í Bandaríkjunum. Þá gefur það mér smá uppreisn æru að minn fyrsti sigur á öldungamótaröðinni sé risamót sem hefur mikla sögu, ég er í góðu formi þessa dagana og mig hlakkar mikið til að berjast aftur við þá bestu á PGA-meistaramótinu.“
Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira