Hjartastyrkjandi tónleikar 26. maí 2014 14:11 Mynd/hjartalif.is Þeir sem þekkja til hjartamála á Íslandi efast ekki um mikilvægi Hjartagáttar Landspítalans þegar kemur að bráðaþjónustu vegna einkenna frá hjarta og æðakerfi.Samt er það svo að mikill fjöldi fólks veit ekki um tilvist deildarinnar á Hringbraut og er það slæmt ef sú staða kemur upp að leita þarf aðstoðar vegna einkenna frá hjarta. Bráðamóttakan í Fossvogi er almenn bráðamóttaka en Hjartagáttin er sérhæfð og öflug þjónusta sem beint er sérstaklega að vandamálum hjarta og æðakerfis.Hjartagáttin er opin allan sólahringinn í miðri viku en vegna niðurskurðar er sá galli á gjöf Njarðar að deildin er lokuð frá hádegi á föstudögum til klukkan 8 á mánudagsmorgnum. Þetta er afar slæmt og þarfnast úrbóta sem allra allra fyrst. Á Hjartagátt er unnið mikið og gott starf af góðu starfsfólki. Þar er þó of mikið álag og niðurskurður hefur sneitt af tækifæri til nauðsynlegrar endurnýjunar tækja og til almenns reksturs. Af þessu tilefni viljum við hér á hjartalíf fá ykkur með í að leggja Hjartagáttinni lið. Við viljum vekja athygli á tilvist þessarar bráðnauðsynlegu bráðavaktar og afla fjár þeim til stuðnings. Þetta gerum við með því að efna til stórtónleika í Gamla bíói þann 27. maí næstkomandi klukkan 20:00 undir yfirskriftinni HJARTAGÁTT – STYRKTARTÓNLEIKAR. Hjartagátt – styrktartónleikar eru bráðskemmtilegir og hjartastyrkjandi tónleikar þar sem margir af okkar helstu listamönnum koma fram og stuðla þar með að bættri aðstöðu sjúklinga og starfsfólks deildarinnar. Meðal annarra sem koma fram á tónleikunum eru: Bubbi Morthens, Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson, Geir Ólafsson, Andrea Gylfadóttir, Jakob Frímann Magnússon, Berglind Björk Jónasdóttir og hljómsveitin Thin Jim með Páli Rósinkranz. Kynnir verður Guðmundur Steingrímsson harmonikkuleikari. Tónleikarnir eru hugarsmíð okkar í Hjartalíf og Jökuls í hljómsveitinni Thin Jim en Ingibjörg Gréta Gísladóttir, rigga.is hefur komið með okkur að skipulagi og framkvæmd. Það er von okkar sem að þessu framtaki stöndum að svo vel takist til að um árlegan viðburð verði að ræða.Aðgöngumiði á tónleikana kostar aðeins 3.900 krónur og fæst á miði.is en þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta lagt söfnuninni lið með því að hringja í söfnunarsímanúmer sem verða kynnt hér á síðunni innan skamms. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þeir sem þekkja til hjartamála á Íslandi efast ekki um mikilvægi Hjartagáttar Landspítalans þegar kemur að bráðaþjónustu vegna einkenna frá hjarta og æðakerfi.Samt er það svo að mikill fjöldi fólks veit ekki um tilvist deildarinnar á Hringbraut og er það slæmt ef sú staða kemur upp að leita þarf aðstoðar vegna einkenna frá hjarta. Bráðamóttakan í Fossvogi er almenn bráðamóttaka en Hjartagáttin er sérhæfð og öflug þjónusta sem beint er sérstaklega að vandamálum hjarta og æðakerfis.Hjartagáttin er opin allan sólahringinn í miðri viku en vegna niðurskurðar er sá galli á gjöf Njarðar að deildin er lokuð frá hádegi á föstudögum til klukkan 8 á mánudagsmorgnum. Þetta er afar slæmt og þarfnast úrbóta sem allra allra fyrst. Á Hjartagátt er unnið mikið og gott starf af góðu starfsfólki. Þar er þó of mikið álag og niðurskurður hefur sneitt af tækifæri til nauðsynlegrar endurnýjunar tækja og til almenns reksturs. Af þessu tilefni viljum við hér á hjartalíf fá ykkur með í að leggja Hjartagáttinni lið. Við viljum vekja athygli á tilvist þessarar bráðnauðsynlegu bráðavaktar og afla fjár þeim til stuðnings. Þetta gerum við með því að efna til stórtónleika í Gamla bíói þann 27. maí næstkomandi klukkan 20:00 undir yfirskriftinni HJARTAGÁTT – STYRKTARTÓNLEIKAR. Hjartagátt – styrktartónleikar eru bráðskemmtilegir og hjartastyrkjandi tónleikar þar sem margir af okkar helstu listamönnum koma fram og stuðla þar með að bættri aðstöðu sjúklinga og starfsfólks deildarinnar. Meðal annarra sem koma fram á tónleikunum eru: Bubbi Morthens, Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson, Geir Ólafsson, Andrea Gylfadóttir, Jakob Frímann Magnússon, Berglind Björk Jónasdóttir og hljómsveitin Thin Jim með Páli Rósinkranz. Kynnir verður Guðmundur Steingrímsson harmonikkuleikari. Tónleikarnir eru hugarsmíð okkar í Hjartalíf og Jökuls í hljómsveitinni Thin Jim en Ingibjörg Gréta Gísladóttir, rigga.is hefur komið með okkur að skipulagi og framkvæmd. Það er von okkar sem að þessu framtaki stöndum að svo vel takist til að um árlegan viðburð verði að ræða.Aðgöngumiði á tónleikana kostar aðeins 3.900 krónur og fæst á miði.is en þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta lagt söfnuninni lið með því að hringja í söfnunarsímanúmer sem verða kynnt hér á síðunni innan skamms.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira