Arnar Helgi Lárusson hefur allt frá árinu 2012 verið að ryðja brautina í hjólastólakappakstri.
Í gær tók hann svo þátt í sínu fyrsta hjólastólamaraþoni þar sem hann hafnaði í ellefta sæti á tímanum 2:03:12,30 klst. Arnar keppir í flokki T53.
Þetta var sögulegt mót hjá honum því alls setti hann níu Íslandsmet á mótinu sem fram fór í Sviss.
Ellefti í hjólastólamaraþoni
