Ragnar Már vann sitt fyrsta mót á Eimskipsmótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 16:24 Ragnar Már Garðarsson er hér í miðjunni og með þeim Andra Þór Björnssyni og Bjarka Péturssyni sem urðu jafnir í öðru sæti. Mynd/GSÍmyndir Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fagnaði sigri í karlaflokki á Nettómótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Þetta er fyrsti sigur Ragnar Más á Eimskipsmótaröðinni en hann margfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokkum. Ragnar Már stundar nú nám við McNeese-háskólann í Louisiana í Bandaríkjunum. Hann lék hringina þrjá á 220 höggum eða á fjórum höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness urðu jafnir í öðru til þriðja sæti en þeir léku á 222 höggum eða á sex höggum yfir pari. Ragnar Már, Andri Þór og Bjarki skiptust á að vera með forystuna á loka hringnum en eins og áður sagði þá stóð Ragnar Már uppi sem sigurvegari. Ragnar Már lék þeirra best á lokahringnum eða á tveimur höggum undir pari. Hann fékk meðal annars fimm fugla á síðustu þrettán holunum sem er frábær spilamennska hjá þessum 19 ára strák. Næsta mót á mótaröð þeirra bestu Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu um næstu helgi.Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan í karlaflokki 1. Ragnar Már Garðarsson, GKG +4 2. Bjarki Pétursson, GB +6 2. Andri Þór Björnsson, GR +6 4. Kristján Þór Einarsson, GKJ +7 4.Haraldur Franklín Magnús, GR +7 6. Rúnar Arnórsson, GK +9 6. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG +9 6. Gísli Sveinbergsson, GK +9 9. Stefán Þór Bogason, GR +10 10. Andri Már Óskarsson, GHR +11 Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá og Bjarki efst í Leirunni Bjarki Pétursson GB er með eins höggs forystu í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK er með sömu forystu í kvennaflokki á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir tvo hringi af þremur. 25. maí 2014 08:00 Sunna náði fugli á þremur holum í röð og vann Nettómótið Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. 25. maí 2014 16:04 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fagnaði sigri í karlaflokki á Nettómótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Þetta er fyrsti sigur Ragnar Más á Eimskipsmótaröðinni en hann margfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokkum. Ragnar Már stundar nú nám við McNeese-háskólann í Louisiana í Bandaríkjunum. Hann lék hringina þrjá á 220 höggum eða á fjórum höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness urðu jafnir í öðru til þriðja sæti en þeir léku á 222 höggum eða á sex höggum yfir pari. Ragnar Már, Andri Þór og Bjarki skiptust á að vera með forystuna á loka hringnum en eins og áður sagði þá stóð Ragnar Már uppi sem sigurvegari. Ragnar Már lék þeirra best á lokahringnum eða á tveimur höggum undir pari. Hann fékk meðal annars fimm fugla á síðustu þrettán holunum sem er frábær spilamennska hjá þessum 19 ára strák. Næsta mót á mótaröð þeirra bestu Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu um næstu helgi.Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan í karlaflokki 1. Ragnar Már Garðarsson, GKG +4 2. Bjarki Pétursson, GB +6 2. Andri Þór Björnsson, GR +6 4. Kristján Þór Einarsson, GKJ +7 4.Haraldur Franklín Magnús, GR +7 6. Rúnar Arnórsson, GK +9 6. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG +9 6. Gísli Sveinbergsson, GK +9 9. Stefán Þór Bogason, GR +10 10. Andri Már Óskarsson, GHR +11
Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá og Bjarki efst í Leirunni Bjarki Pétursson GB er með eins höggs forystu í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK er með sömu forystu í kvennaflokki á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir tvo hringi af þremur. 25. maí 2014 08:00 Sunna náði fugli á þremur holum í röð og vann Nettómótið Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. 25. maí 2014 16:04 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Guðrún Brá og Bjarki efst í Leirunni Bjarki Pétursson GB er með eins höggs forystu í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK er með sömu forystu í kvennaflokki á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir tvo hringi af þremur. 25. maí 2014 08:00
Sunna náði fugli á þremur holum í röð og vann Nettómótið Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. 25. maí 2014 16:04