Sunna náði fugli á þremur holum í röð og vann Nettómótið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 16:04 Sunna Víðisdóttir er hér í miðjunni ásamt hinum verðlaunahöfunum á Nettómótinu, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Karenu Guðnadóttur. Mynd/GSÍmyndir Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar en hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari. Hún var einu höggi á eftir Guðrúnu Brá fyrir lokadaginn en lék best í dag. Sunna lagði grunninn að sigri sínum með því að ná fugli á þremur holum í röð á seinni níu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð í öðru sæti á 236 höggum en hún leiddi mest allt mótið en varð að lokum að sætta sig við annað sætið. Guðrún Brá tapaði tveimur höggum á holunum þremur þar sem Sunna náði í fugl. Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum eða 24 yfir pari. Næsta mótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu og hefst það föstudaginn 30. maí. Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan hjá konunum 1. Sunna Víðisdóttir, GR +18 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +20 3. Karen Guðnadóttir, GS +24 4. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +32 5. Berglind Björnsdóttir, GR +33 6. Heiða Guðnadóttir, GKJ +34 7. Signý Arnórsdóttir, GK +36 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +36 9. Ingunn Einarsdóttir, GKG +37 10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +39 Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar en hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari. Hún var einu höggi á eftir Guðrúnu Brá fyrir lokadaginn en lék best í dag. Sunna lagði grunninn að sigri sínum með því að ná fugli á þremur holum í röð á seinni níu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð í öðru sæti á 236 höggum en hún leiddi mest allt mótið en varð að lokum að sætta sig við annað sætið. Guðrún Brá tapaði tveimur höggum á holunum þremur þar sem Sunna náði í fugl. Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum eða 24 yfir pari. Næsta mótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu og hefst það föstudaginn 30. maí. Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan hjá konunum 1. Sunna Víðisdóttir, GR +18 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +20 3. Karen Guðnadóttir, GS +24 4. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +32 5. Berglind Björnsdóttir, GR +33 6. Heiða Guðnadóttir, GKJ +34 7. Signý Arnórsdóttir, GK +36 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +36 9. Ingunn Einarsdóttir, GKG +37 10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +39
Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira