Körfubolti

NBA í nótt: Miami jafnaði metin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AP
Meistararnir í Miami Heat björguðu sér fyrir horn gegn Indiana Pacers í úrslitum austursins í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Miami vann annan leik liðanna í rimmunni, 87-83, og jafnaði þar með metin í 1-1. Miami lenti í vandræðum en þeir LeBron James og Dwyane Wade gerðu nóg til að landa sigrinum að þessu sinni.

Þeir félagar sameinuðust um að skora 20 síðustu stig Miami í leiknum og James skoraði fyrstu sex stigin í 12-2 spretti sem fór langt með að tryggja sigurinn. Wade var með 23 stig, þar af tíu í fjórða leikhluta, og James 22.

Með sigrinum slapp Miami við að lenda 2-0 undir í úrslitarimmu í fyrsta sinn í fjögur ár en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins - sá fyrri á laugardaginn.

Lance Stephenson skoraði 25 stig fyrir Indiana og jafnaði þar með persónulegt met í úrslitakeppninni. Paul George bætti við fjórtán stigum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×