Adam Scott kominn á topp heimslistans í golfi 20. maí 2014 21:15 Adam Scott og Tiger Woods skipta um sæti á heimslistanum. AP/Getty Ástralinn Adam Scott færðist ósjálfrátt upp í efsta sæti á nýja heimslistanum í golfi sem kom út í gær en þetta er í fyrsta sinn sem hann nær þessum merka áfanga. Scott er því 17. kylfingurinn sem kemst í efsta sæti á heimslistanum síðan hann hóf göngu sína árið 1986 en Tiger Woods er sá kylfingur sem setið hefur lengst í efsta sæti listans, í alls 683 vikur. Scott tekur fram úr Woods sem hefur verið frá undanfarna tvo mánuði vegna uppskurðar á baki. Búist er við því að enn sé langt í endurkomu Woods en Scott gerir sér þó grein fyrir því að hann þarf að spila vel til þess að halda sér í efsta sætinu. „Þetta er eitthvað sem maður getur verið stoltur af. Heimslistinn verðlaunar stöðugleika og þetta er auðvitað mikill heiður, ég verð að sjálfsögðu að halda áfram að taka framförum til þess að halda mér þarna.“ Þá segir Scott að þótt að þetta sé mikilvægur áfangi sé hann ekkert samanborið við að vinna alvöru titla. „Ég myndi samt sem áður skipta efsta sætinu á heimslistanum út fyrir sigur á Opna bandaríska meistaramótinu. Að vinna risamót er það sem kemur manni á spjöld golfsögunnar, ekki hvort að maður komst í efsta sætið á heimslistanum.“ Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ástralinn Adam Scott færðist ósjálfrátt upp í efsta sæti á nýja heimslistanum í golfi sem kom út í gær en þetta er í fyrsta sinn sem hann nær þessum merka áfanga. Scott er því 17. kylfingurinn sem kemst í efsta sæti á heimslistanum síðan hann hóf göngu sína árið 1986 en Tiger Woods er sá kylfingur sem setið hefur lengst í efsta sæti listans, í alls 683 vikur. Scott tekur fram úr Woods sem hefur verið frá undanfarna tvo mánuði vegna uppskurðar á baki. Búist er við því að enn sé langt í endurkomu Woods en Scott gerir sér þó grein fyrir því að hann þarf að spila vel til þess að halda sér í efsta sætinu. „Þetta er eitthvað sem maður getur verið stoltur af. Heimslistinn verðlaunar stöðugleika og þetta er auðvitað mikill heiður, ég verð að sjálfsögðu að halda áfram að taka framförum til þess að halda mér þarna.“ Þá segir Scott að þótt að þetta sé mikilvægur áfangi sé hann ekkert samanborið við að vinna alvöru titla. „Ég myndi samt sem áður skipta efsta sætinu á heimslistanum út fyrir sigur á Opna bandaríska meistaramótinu. Að vinna risamót er það sem kemur manni á spjöld golfsögunnar, ekki hvort að maður komst í efsta sætið á heimslistanum.“
Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira