Margir byrjendur einblína of mikið á lengd hlaupsins og eiga það til að hnipra líkamann saman og líta út eins og rækjur á hlaupum, það segir sig sjálft að það getur ekki verið gott. Rétta leiðin er að hlaupa beinn í baki líkt og ballerína og vera svo sultuslakur í öxlunum.
Í myndbandinu hér fyrir neðan sýnir Meb Keflezighi bandaríski maraþonhlauparinn og ólympíufarinn okkur réttu líkamsstöðuna sem gott er að hafa í huga á hlaupum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.