Bílskúrinn: Veislan í Kanada Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. júní 2014 07:00 Red Bull liðið fangnaði 1. og 3. sæti í Kanada. Vísir/Getty Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki. Hvað kom fyrir Mercedes, hvað kom fyrir Marussia, hvað veðrur um Adrian Newey? Allt þetta og margt fleira í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Hamilton átti ekki góðan dag í Kanada og er nú 22 stigum á eftir Rosberg.Vísir/GettyFall MercedesLiðið sem virtist frá fyrstu æfingum fyrir tímabilið vera óstöðvandi og nánst með báða titlana í höndum sér vann ekki keppni helgarinnar. Þó má ekki gleyma afar góðum akstri Nico Rosberg sem varð annar í keppninni og tryggði sér mikilvæg 18 stig. Rosberg ók með 160 hestöflum minna en venjulega, vegna þess að kerfið sem býr til raforku við hemlun afturhluta bíls hans hætti að virka. Þá er afar líklegt að liðið hafi skipt bremsuhlutfallinu þannig að framendinn hafi nánast algjörlega séð um hemlunina. Það gerir annað sæti Rosberg aðdáunarvert.Lewis Hamilton tókst hins vegar ekki að aka eins vel í kringum vandann sem gerði vart við sig á sama tíma hjá honum og Rosberg. Eftir keppnina vildi Hamilton meina að hitinn sem fylgdi því að keyra fyrir aftan Rosberg hafi valdið því að hann þurfti að hætta keppni. Rosberg hafi haft kaldara loft enda í forystu og því átt auðveldara með að ráða við vandamálið.Marussia gat byrjað að pakka snemma.Vísir/GettyMarussia gat pakkað saman snemmaEftir ógleymanlegt níunda sæti og fyrstu stig liðsis í Mónakó fyrir tveimur vikum gekk ekki eins vel hjá Marussia í Kanada. Max Chilton missti stjórn á bíl sínum á fyrsta hring. Hann rann þá stjórnlaust á næsta bíl sem var liðsfélagi hans og hetja Marussia í síðustu keppni Jules Bianchi. Chilton fór einfaldlega of hratt inn í beygjuna þar sem var of lítið pláss með skelfilegum afleiðingum. Öryggisbíllinn var kallaður út og stjórnaði umfeðrinni á brautinni í 6 hringi. Þetta óhapp batt enda á met Chilton en hann hafði til þessa lokið öllum Formúlu 1 keppnum sem hann hafði ræst af stað í. Eftir 25 keppnir í röð kom að því að hann lauk ekki keppni. Chilton verður færður aftur um 3 sæti á ráslínu í næstu keppni í refsingarskyni fyrir atvikið.Ricciardo skælbrosandi með verðlaunagripinnVísir/GettyDaniel RicciardoMaður dagsins var án nokkurs vafa ástralski ökumaðurinn með stóra brosið. Daniel Ricciardo vann sína fyrstu keppni í Kanada á sunnudaginn. Hann er þekktur fyrir að vera ávallt brosandi en á sunnudaginn náði brosið nánast hringinn. Hann átti sigurinn skilið eftir að hafa ekið vel allt tímabilið. Hugsanlega er þetta sárabót frá því í Ástralíu þegar þriðja sætið var dæmt af honum vegna of mikillar eldsneytisnotkunar. Liðsfélagi Ricciardo, heimsmeistarinn Sebastian Vettel fagnaði með honum í lok keppninnar. Ricciardo hefur ekki gefið Vettel neitt eftir síðan hann kom til liðs við Red Bull. Eftir sjö keppnir hefur Vettel aðeins tvisvar náð betri tíma í tímatöku en það er breyting síðan Mark Webber var liðsfélagi hans.Massa og Perez sluppu ómeiddir en höggið var mikiðVísir/GettyHvað gerðist hjá Massa og Perez?Felipe Massa á Williams leit á tímabili út fyrir að vera að tryggja sér fyrsta sætið í keppninni. Hann var fyrsti ökumaðurinn sem ekur ekki fyrir Mercedes til að leiða hring í keppni á tímabilinu. Allt kom fyrir ekki þvi Massa þurfti að taka sitt annað þjónustuhlé rétt eftir að hann komst í forystu og tapaði henni þar með. Hann var að keppast við að ná henni aftur þegar hann lenti í árekstri við Sergio Perez á Force India. Massa gerði sig líklegan til þess að taka fram úr Perez þegar Perez beygði í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að báðir skautuðu stjórnlaust á næsta varnarvegg. Vettel sem var þarna rétt hjá, slapp naumlega þegar Massa rann rétt fyrir framan bíl Vettel og Perez rétt fyrir aftan bíl heimsmeistarans. Perez verður færður aftur um fimm sæti á ráslínu í næstu keppni fyrir að valda þessum árekstri. Báðir voru ökumennirnir fluttir á sjúkrahús í nágrenninu eftir atvikið en báðir sluppu ómeiddir. Höggið mældist 27 G samkvæmt mæli í bíl Massa.Adrian Newey hefur hannað marga góða Formúlu 1 bíla en vill snúa sér að öðrum hlutum flótlegaVísir/GettyHvað verður um gúrúinn?Blikur hafa verið á lofti um breytingar á starfsvettvangi Adrian Newey í þó nokkurn tíma. Nú hefur fengist staðfest að hann er ekki á förum frá Red Bull. Newey hefur haft yfirumsjón með hönnun allra bíla Red Bull liðsins og átt stóran þátt í velgengni þess á undanförnum árum. Red Bull hefur samið við hinn eftirsótta hönnuð, en breytinga er að vænta. Newey mun ekki hafa eins mikið að gera með Formúlu 1 lið orkudrykkjarframleiðandans og hann gerir nú. Eftir að yfirstandandi tímabili lýkur mun hann snúa sér að öðrum verkefnum. Þar hefur helst verið nefndur Ameríku bikarinn, sem er siglingakeppni. Sem væri alveg ný áksorun fyrir hann. Red Bull var mikið í mun að semja við Newey því erkifjendurnir í Ferrari höfðu sett sig í samband við kappann. Orðið á brautinni segir að þar hafi verið búið að prenta út samninginn og finna til penna til að skrifa undir. Það hefði verið mikið áfall fyrir Red Bull ef Newey hefði farið til ítalska liðsins. Það getur þó allt gerst í Formúlu 1 og skyldi engan undra ef Adrian Newey sést í rauðu innan nokkurra ára.Brautin í Kanada er glæsileg og voandi verða næstu 10 ár þar jafn spennandi og keppnin í ár.Vísir/GettyFramhaldið Þær fréttir bárust um helgina að samið hefur verið við mótshaldara í Kanada um næstu 10 ár, það eru góðar fréttir fyrir áhugafólk um kappakstur. Sérstaklega ef komandi keppnir þar verða eins spennandi og keppnin í ár. Næsta keppni er svo í Austurríki þann 22. júní, á heimavelli Red Bull sem mun eflaust þyrsta í að endurtaka leikinn frá því í Kanada. Formúla Tengdar fréttir Christian Horner: Ricciardo verður áfram 2015 Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner gerir ekki ráð fyrir breytingum á ökumannsskipan liðsins á næsta tímabili. 16. maí 2014 22:30 Mercedes á meira inni Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins. 5. júní 2014 19:00 Red Bull tapaði áfrýjuninni Red Bull tapaði málinu sem fór fyrir áfrýjunardómstól Alþjóða akstursíþróttasambandsins í gær. Daniel Ricciardo verður ekki settur aftur í annað sætið sem hann var dæmdur úr í Ástralíu. 15. apríl 2014 20:00 Daniel Ricciardo vann í Kanada Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 8. júní 2014 19:47 Red Bull fyrir rétt Áfrýjunardómstóll Alþjóða akstursíþróttasambandsins tekur í dag fyrir mál Red bull ökumansins Daniel Ricciardo. Hann var dæmdur úr keppni eftir að hafa lokið keppni í öðru sæti í Ástralíu. 14. apríl 2014 12:00 Rosberg á ráspól í Kanada Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir. 7. júní 2014 18:07 Ricciardo kom fyrstur í mark | Myndband Daniel Ricciardo varð hlutskarpastur í Formúlu 1 kappakstri gærdagsins sem fór fram í Kanada. Þetta var hans fyrsti sigur í keppninni, en hann ekur fyrir Mercedes. 9. júní 2014 09:00 Renault loksins með fullt afl í Kanada Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins. 4. júní 2014 09:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki. Hvað kom fyrir Mercedes, hvað kom fyrir Marussia, hvað veðrur um Adrian Newey? Allt þetta og margt fleira í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Hamilton átti ekki góðan dag í Kanada og er nú 22 stigum á eftir Rosberg.Vísir/GettyFall MercedesLiðið sem virtist frá fyrstu æfingum fyrir tímabilið vera óstöðvandi og nánst með báða titlana í höndum sér vann ekki keppni helgarinnar. Þó má ekki gleyma afar góðum akstri Nico Rosberg sem varð annar í keppninni og tryggði sér mikilvæg 18 stig. Rosberg ók með 160 hestöflum minna en venjulega, vegna þess að kerfið sem býr til raforku við hemlun afturhluta bíls hans hætti að virka. Þá er afar líklegt að liðið hafi skipt bremsuhlutfallinu þannig að framendinn hafi nánast algjörlega séð um hemlunina. Það gerir annað sæti Rosberg aðdáunarvert.Lewis Hamilton tókst hins vegar ekki að aka eins vel í kringum vandann sem gerði vart við sig á sama tíma hjá honum og Rosberg. Eftir keppnina vildi Hamilton meina að hitinn sem fylgdi því að keyra fyrir aftan Rosberg hafi valdið því að hann þurfti að hætta keppni. Rosberg hafi haft kaldara loft enda í forystu og því átt auðveldara með að ráða við vandamálið.Marussia gat byrjað að pakka snemma.Vísir/GettyMarussia gat pakkað saman snemmaEftir ógleymanlegt níunda sæti og fyrstu stig liðsis í Mónakó fyrir tveimur vikum gekk ekki eins vel hjá Marussia í Kanada. Max Chilton missti stjórn á bíl sínum á fyrsta hring. Hann rann þá stjórnlaust á næsta bíl sem var liðsfélagi hans og hetja Marussia í síðustu keppni Jules Bianchi. Chilton fór einfaldlega of hratt inn í beygjuna þar sem var of lítið pláss með skelfilegum afleiðingum. Öryggisbíllinn var kallaður út og stjórnaði umfeðrinni á brautinni í 6 hringi. Þetta óhapp batt enda á met Chilton en hann hafði til þessa lokið öllum Formúlu 1 keppnum sem hann hafði ræst af stað í. Eftir 25 keppnir í röð kom að því að hann lauk ekki keppni. Chilton verður færður aftur um 3 sæti á ráslínu í næstu keppni í refsingarskyni fyrir atvikið.Ricciardo skælbrosandi með verðlaunagripinnVísir/GettyDaniel RicciardoMaður dagsins var án nokkurs vafa ástralski ökumaðurinn með stóra brosið. Daniel Ricciardo vann sína fyrstu keppni í Kanada á sunnudaginn. Hann er þekktur fyrir að vera ávallt brosandi en á sunnudaginn náði brosið nánast hringinn. Hann átti sigurinn skilið eftir að hafa ekið vel allt tímabilið. Hugsanlega er þetta sárabót frá því í Ástralíu þegar þriðja sætið var dæmt af honum vegna of mikillar eldsneytisnotkunar. Liðsfélagi Ricciardo, heimsmeistarinn Sebastian Vettel fagnaði með honum í lok keppninnar. Ricciardo hefur ekki gefið Vettel neitt eftir síðan hann kom til liðs við Red Bull. Eftir sjö keppnir hefur Vettel aðeins tvisvar náð betri tíma í tímatöku en það er breyting síðan Mark Webber var liðsfélagi hans.Massa og Perez sluppu ómeiddir en höggið var mikiðVísir/GettyHvað gerðist hjá Massa og Perez?Felipe Massa á Williams leit á tímabili út fyrir að vera að tryggja sér fyrsta sætið í keppninni. Hann var fyrsti ökumaðurinn sem ekur ekki fyrir Mercedes til að leiða hring í keppni á tímabilinu. Allt kom fyrir ekki þvi Massa þurfti að taka sitt annað þjónustuhlé rétt eftir að hann komst í forystu og tapaði henni þar með. Hann var að keppast við að ná henni aftur þegar hann lenti í árekstri við Sergio Perez á Force India. Massa gerði sig líklegan til þess að taka fram úr Perez þegar Perez beygði í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að báðir skautuðu stjórnlaust á næsta varnarvegg. Vettel sem var þarna rétt hjá, slapp naumlega þegar Massa rann rétt fyrir framan bíl Vettel og Perez rétt fyrir aftan bíl heimsmeistarans. Perez verður færður aftur um fimm sæti á ráslínu í næstu keppni fyrir að valda þessum árekstri. Báðir voru ökumennirnir fluttir á sjúkrahús í nágrenninu eftir atvikið en báðir sluppu ómeiddir. Höggið mældist 27 G samkvæmt mæli í bíl Massa.Adrian Newey hefur hannað marga góða Formúlu 1 bíla en vill snúa sér að öðrum hlutum flótlegaVísir/GettyHvað verður um gúrúinn?Blikur hafa verið á lofti um breytingar á starfsvettvangi Adrian Newey í þó nokkurn tíma. Nú hefur fengist staðfest að hann er ekki á förum frá Red Bull. Newey hefur haft yfirumsjón með hönnun allra bíla Red Bull liðsins og átt stóran þátt í velgengni þess á undanförnum árum. Red Bull hefur samið við hinn eftirsótta hönnuð, en breytinga er að vænta. Newey mun ekki hafa eins mikið að gera með Formúlu 1 lið orkudrykkjarframleiðandans og hann gerir nú. Eftir að yfirstandandi tímabili lýkur mun hann snúa sér að öðrum verkefnum. Þar hefur helst verið nefndur Ameríku bikarinn, sem er siglingakeppni. Sem væri alveg ný áksorun fyrir hann. Red Bull var mikið í mun að semja við Newey því erkifjendurnir í Ferrari höfðu sett sig í samband við kappann. Orðið á brautinni segir að þar hafi verið búið að prenta út samninginn og finna til penna til að skrifa undir. Það hefði verið mikið áfall fyrir Red Bull ef Newey hefði farið til ítalska liðsins. Það getur þó allt gerst í Formúlu 1 og skyldi engan undra ef Adrian Newey sést í rauðu innan nokkurra ára.Brautin í Kanada er glæsileg og voandi verða næstu 10 ár þar jafn spennandi og keppnin í ár.Vísir/GettyFramhaldið Þær fréttir bárust um helgina að samið hefur verið við mótshaldara í Kanada um næstu 10 ár, það eru góðar fréttir fyrir áhugafólk um kappakstur. Sérstaklega ef komandi keppnir þar verða eins spennandi og keppnin í ár. Næsta keppni er svo í Austurríki þann 22. júní, á heimavelli Red Bull sem mun eflaust þyrsta í að endurtaka leikinn frá því í Kanada.
Formúla Tengdar fréttir Christian Horner: Ricciardo verður áfram 2015 Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner gerir ekki ráð fyrir breytingum á ökumannsskipan liðsins á næsta tímabili. 16. maí 2014 22:30 Mercedes á meira inni Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins. 5. júní 2014 19:00 Red Bull tapaði áfrýjuninni Red Bull tapaði málinu sem fór fyrir áfrýjunardómstól Alþjóða akstursíþróttasambandsins í gær. Daniel Ricciardo verður ekki settur aftur í annað sætið sem hann var dæmdur úr í Ástralíu. 15. apríl 2014 20:00 Daniel Ricciardo vann í Kanada Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 8. júní 2014 19:47 Red Bull fyrir rétt Áfrýjunardómstóll Alþjóða akstursíþróttasambandsins tekur í dag fyrir mál Red bull ökumansins Daniel Ricciardo. Hann var dæmdur úr keppni eftir að hafa lokið keppni í öðru sæti í Ástralíu. 14. apríl 2014 12:00 Rosberg á ráspól í Kanada Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir. 7. júní 2014 18:07 Ricciardo kom fyrstur í mark | Myndband Daniel Ricciardo varð hlutskarpastur í Formúlu 1 kappakstri gærdagsins sem fór fram í Kanada. Þetta var hans fyrsti sigur í keppninni, en hann ekur fyrir Mercedes. 9. júní 2014 09:00 Renault loksins með fullt afl í Kanada Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins. 4. júní 2014 09:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Christian Horner: Ricciardo verður áfram 2015 Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner gerir ekki ráð fyrir breytingum á ökumannsskipan liðsins á næsta tímabili. 16. maí 2014 22:30
Mercedes á meira inni Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins. 5. júní 2014 19:00
Red Bull tapaði áfrýjuninni Red Bull tapaði málinu sem fór fyrir áfrýjunardómstól Alþjóða akstursíþróttasambandsins í gær. Daniel Ricciardo verður ekki settur aftur í annað sætið sem hann var dæmdur úr í Ástralíu. 15. apríl 2014 20:00
Daniel Ricciardo vann í Kanada Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 8. júní 2014 19:47
Red Bull fyrir rétt Áfrýjunardómstóll Alþjóða akstursíþróttasambandsins tekur í dag fyrir mál Red bull ökumansins Daniel Ricciardo. Hann var dæmdur úr keppni eftir að hafa lokið keppni í öðru sæti í Ástralíu. 14. apríl 2014 12:00
Rosberg á ráspól í Kanada Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir. 7. júní 2014 18:07
Ricciardo kom fyrstur í mark | Myndband Daniel Ricciardo varð hlutskarpastur í Formúlu 1 kappakstri gærdagsins sem fór fram í Kanada. Þetta var hans fyrsti sigur í keppninni, en hann ekur fyrir Mercedes. 9. júní 2014 09:00
Renault loksins með fullt afl í Kanada Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins. 4. júní 2014 09:00