"Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2014 11:33 Hrafn H. Hauksson veiddi risaurriða í Varmá í gær Það hafa nokkrir rígvænir fiskar tekið flugur veiðimanna í Varmá í sumar og í gær voru tveir félagar við ánna og lentu heldur betur í ævintýri. Hrafn H. Hauksson og félagi hans voru á leiðinni upp að Þingvallavatni með smá viðkomu í Varmá. Það verður ekki annað sagt en að þeim félögum hafi gengið vel því þeir voru við ánna í þrjá tíma og af því fór einn og hálfur tími í að þreyta fiska, reyndar bara þrjá fiska sem allir voru í svipaðri stærð og sá sem sést hér á myndinni. Þessi mældist 76 sm langur en er þykkur og sver svo hann er líklega hátt í 15 pund að þyngd. "Þessi tók á Stöðvarbreiðunni og hann tók flugu sem heitir Glóð og er frá Sveini Þór á Akureyri" sagði Hrafn í samtali við okkur í morgun. "Við settum í tvo aðra sem voru mjög svipaðir en þeir sluppu báðir sem var kannski ekkert skrítið því við vorum með mjög léttar stangir fyrir línu #3". Hrafn hefur gert ágæta veiði í Varmá og sérstaklega átti hann gott sumar þar í fyrra en þá náði hann einum 78 sm og nokkrum yfir 70 sm. Plönin hjá honum í sumar líta einnig afskaplega vel út en hann fer m.a. í Laxá í Dölum, Stóru Laxá, Hafralónsá, Gljúfurá, Laxá í Ásum og Ytri Rangá. Einnig ætlar hann að kíkja á Arnarvatnsheiðina og fleiri staði þar sem von er á skemmtilegri silungsveiði. Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði
Það hafa nokkrir rígvænir fiskar tekið flugur veiðimanna í Varmá í sumar og í gær voru tveir félagar við ánna og lentu heldur betur í ævintýri. Hrafn H. Hauksson og félagi hans voru á leiðinni upp að Þingvallavatni með smá viðkomu í Varmá. Það verður ekki annað sagt en að þeim félögum hafi gengið vel því þeir voru við ánna í þrjá tíma og af því fór einn og hálfur tími í að þreyta fiska, reyndar bara þrjá fiska sem allir voru í svipaðri stærð og sá sem sést hér á myndinni. Þessi mældist 76 sm langur en er þykkur og sver svo hann er líklega hátt í 15 pund að þyngd. "Þessi tók á Stöðvarbreiðunni og hann tók flugu sem heitir Glóð og er frá Sveini Þór á Akureyri" sagði Hrafn í samtali við okkur í morgun. "Við settum í tvo aðra sem voru mjög svipaðir en þeir sluppu báðir sem var kannski ekkert skrítið því við vorum með mjög léttar stangir fyrir línu #3". Hrafn hefur gert ágæta veiði í Varmá og sérstaklega átti hann gott sumar þar í fyrra en þá náði hann einum 78 sm og nokkrum yfir 70 sm. Plönin hjá honum í sumar líta einnig afskaplega vel út en hann fer m.a. í Laxá í Dölum, Stóru Laxá, Hafralónsá, Gljúfurá, Laxá í Ásum og Ytri Rangá. Einnig ætlar hann að kíkja á Arnarvatnsheiðina og fleiri staði þar sem von er á skemmtilegri silungsveiði.
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði