Körfubolti

Utah búið að ráða þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Quin Snyder er nýr þjálfari Utah Jazz.
Quin Snyder er nýr þjálfari Utah Jazz. Vísir/Getty
Quin Snyder verður næsti þjálfari Utah Jazz í NBA deildinni í körfubolta. Hann tekur við starfinu af Tyrone Corbin sem hefur stýrt Utah frá árinu 2011.

Snyder er ætlað að leiða enduruppbyggingu Utah sem var eitt af lélegustu liðum NBA deildarinnar í vetur. Utah vann aðeins 25 af 82 leikjum sínum og endaði í næðsta sæti Vesturdeildarinnar. Þetta var versti árangur félagsins frá tímabilinu 1979-1980.

Snyder spilaði sem leikstjórnandi hjá liði Duke í bandaríska háskólaboltanum á árunum 1985-1989 og gegndi síðan starfi aðstoðarþjálfara liðsins 1993-1999.

Hann þjálfaði síðan lið Missouri háskólans um sjö ára skeið (1999-2006), en síðustu ár hefur Snyder komið víða við. Hann hefur m.a. þjálfað í NBA D-deildinni og verið aðstoðarþjálfari hjá Los Angeles Lakers, CSKA Moskvu og nú síðast hjá Atlanta Hawks.

Utah Jazz á fimmta valrétt í nýliðavalinu sem fer fram í Barclays Center í Brooklyn þann 26. júní næstkomandi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×