Körfubolti

Var slökkt viljandi á loftræstingunni?

LeBron er hér að niðurlútum kominn í nótt.
LeBron er hér að niðurlútum kominn í nótt. vísir/getty
Loftræstingin á heimavelli San Antonio Spurs bilaði í nótt og hafði það mikil áhrif á stórstjörnu Miami Heat, LeBron James.

James gat ekki spilað síðustu fjórar mínútur leiksins þar sem hann var kominn með krampa í fæturnar. Hitinn í húsinu hafði áhrif á hann og fleiri er Spurs vann fyrsta leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar.

"Það var rosalega heitt í húsinu og það hafði vissulega sín áhrif. Ég veit ekki hvað gerðist fyrir LeBron en það voru allir komnir með vökvaskort," sagði Tim Duncan, stjarna Spurs, en ólíkt James náði gamli maðurinn að klára leikinn.

Hitinn í húsinu var um tíma kominn í 33 gráður og kófsveittir áhorfendur kunnu ekki að meta þetta. Spurs hefur beðist afsökunar á biluninni.

Samsæriskenningar eru þegar á lofti um að slökkt hafi verið viljandi á loftræstingunni. Það var ósjaldan gert í Boston Garden hér á árum áður.

"Ég þarf á köldu vatni að halda. Þeir eru að reyna að hrekja okkur úr húsinu," sagði James eftir leik.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×