Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Nýliðarnir stóðu í Svíum Anton Ingi Leifsson á Akranesi skrifar 5. júní 2014 16:28 Eyjólfur Sverrisson. Vísir/Vilhelm Íslenska undir 21 árs landsliðsins beið lægri hlut gegn firnasterku liði Svía á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það voru mörg ný andlit sem fengu að sýna sig og sanna í íslenska landsliðsbúningnum. Alls átta nýliðar voru í byrjunarliði íslenska liðsins og fengu að spreyta sig gegn sterku liði Svía sem var meðal annars skipað leikmönnum frá Liverpool og Arsenal. Íslenska liðið stillti upp nokkuð sókndjörfu liði. Ólafur Karl Finsen og Aron Sigurðarson voru á köntunum og á miðjunni voru þeir Emil Pálsson og Arnór Ingvi Traustason sem eru báðir sókndjarfir leikmenn. Í fremstu víglínu voru þeir Aron Elís Þrándarson og Árni Vilhjálmsson. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað, en íslenska liðið spilaði ágætlega. Strákarnir spiluðu sterkan varnarleik og gáfu fá færi á sér. Sænska liðið var meira með boltann, en náði ekki að skapa sér nein afgerandi marktækifæri. Svíarnir komust yfir rétt fyrir hálfleik á 43. mínútu þegar Isaac Kiese Thelin skoraði með skalla eftir klaufagang í varnarleik Íslands. Fóru gestirnir því með 1-0 forskot inn í hálfleikinn.Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson, þjálfarar Íslands, gerðu strax tvær breytingar í hálfleik. Elís Rafn Björnsson og Aron Elís fóru af velli og komu Tómas Óli Garðarsson og Arnþór Ari Atlason inná í þeirra stað. Ekki breyttist leikurinn mikið í síðari hálfleik. Gestirnir voru ívið sterkari og sköpuðu sér betri færi. Bakverðir þeirra voru virkilega sókndjarfir og útkoman voru nokkrar skemmtilegar sóknir. Síðari hálfleikur var afskaplega leiðinlegur í alla staði. Lítið var um færi og lítið af spili hjá báðum liðum. Svíarnir bættu við marki þegar átta mínútur voru eftir þegar Malkolm Moenza skoraði með sinni fyrstu snertingu og gerði hann út um leikinn. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið út úr leiknum í dag er að þeir allir ellefu nýliðar sem voru valdnir í hópinn fengu tækifæri. Átta þeirra í byrjunarliðinu og þrír komu inná. Mikilvæg reynsla fyrir þá og nú hafa þjálfarar liðsins úr betri stærri hóp að velja.Bergsveinn Ólafsson spilaði virkilega vel í hjarta varnarinnar, þó hann hefði mögulega getað gert betur í markinu er erfitt að kenna honum alfarið um það. Hann bjargaði nokkrum sinnum með góðum tæklingum og spilaði vel. Markvörður íslenska liðsins Frederik August Albrecht Schram, sem var að leika sinn fyrsta U-21 árs landsleik, fór af velli meiddur eftir rúman hálftíma, en hann virtist lenda illa á öxlinni þegar hann reyndi að handsama eina af hornspyrnum Svía. Eyjólfur: Vorum ekki nógu samstilltir„Þetta var erfitt hjá okkur í dag. Við vorum ekki alveg nógu samstilltir sem er kannski ekki skrýtið því við erum einungis búnir að æfa þrisvar sinnum saman," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, við fjölmiðla eftir tapið. „Það vantaði taktinn í þetta hjá okkur. Við vorum óþolinmóðir í fyrri hálfleik, of fljótir að tapa boltanum. Við gerðum það nokkrum sinnum vel að halda boltanum og gerðum það þá vel, en það vantaði dálítið uppá það að vera þolinmóðir bæði í varnar- og sóknarleiknum." „Svíarnir voru mjög sterkir. Þeir voru mjög öflugir, en eins og ég segi það eru margir nýliðar og við erum búnir að æfa lítið saman." Eyjólfur var ánægður með nýliðana en alls spiluðu ellefu nýliðar leikinn í kvöld: „Nýliðarnir stóðu stig sig vel. Ásgeir var virkilega góður í vörninni og Bergsveinn. Það var mjög gaman að sjá þessa stráka spila og þetta fer í reynslubankann. Það eru einmitt svona leiki sem gefur gífurlega mikið og þá sjá þessir strákar hvernig alþjóðarfótbolti er." „Við vorum í vandræðum með Svíana. Þeir komu mikið upp með bakverðina og það var gífurleg hreyfing á þeim á miðjunni. Við vorum ekki nógu samstilltir og um leið og þeir voru að ná valdi á boltanum þá vorum við að setja pressu, en það var bara of seint." Aðspurður hvernig framhaldið myndi leggjast í Eyjólf var hann nokkuð bjartsýnn. „Það leggst vel í mig, í kvöld náðum við að skoða fullt af strákum og það var markmiðið fyrir leikinn. Við eigum leik gegn Armenum hér heima næst og við verðum að vinna hann. Ef við vinnum hann þá eigum við alla möguleika að komast í umspil," sagði Eyjólfur. Bergsveinn: Markmiðið er að vera í hópnum í haust„Svíarnir voru drullugóðir. Við reyndum og við börðumst. Við breyttum aðeins í hálfleik og þá gerðum við þetta erfiðara fyrir þá og auðveldara fyrir okkur. Þetta var ekki alveg að virka í fyrri hálfleik," sagði Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Íslands, sem átti fínan leik fyrir Ísland í kvöld. Bergsveinn var ósáttur með sjálfan sig í fyrra markinu sem Ísland fékk á sig rétt fyrir hálfleik. „Ég verð að taka þetta mark á mig. Hann át mig í skallaeinvíginu og það er alltaf slæmt að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik." „Þegar við náðum að halda honum þá gerðum við góða hluti. Það gerðist ekki oft, því þeir settu pressu á bakverðina okkar en jákvætt er að við rifum okkur upp í síðari halfleik. Við fórum aðeins aftar með liðið og þeir voru ekki að yfirspila okkur jafn mikið og í fyrri hálfleik fannst mér." Bergsveinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs landsliðið í kvöld. „Það er ánægjulegt að hafa spilað sinn fyrsta landsleik og ég er stoltur af því. Vonandi hefur maður staðið sig það vel að maður geri tilkall í næsta hóp, því það er markmiðið." „Ef ég held áfram að standa mig vel í Pepsi-deildinni hlýt ég að gera tilkall og það er markmiðið að vera í hópnum í haust," sagði Bergsveinn við Vísi í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Íslenska undir 21 árs landsliðsins beið lægri hlut gegn firnasterku liði Svía á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það voru mörg ný andlit sem fengu að sýna sig og sanna í íslenska landsliðsbúningnum. Alls átta nýliðar voru í byrjunarliði íslenska liðsins og fengu að spreyta sig gegn sterku liði Svía sem var meðal annars skipað leikmönnum frá Liverpool og Arsenal. Íslenska liðið stillti upp nokkuð sókndjörfu liði. Ólafur Karl Finsen og Aron Sigurðarson voru á köntunum og á miðjunni voru þeir Emil Pálsson og Arnór Ingvi Traustason sem eru báðir sókndjarfir leikmenn. Í fremstu víglínu voru þeir Aron Elís Þrándarson og Árni Vilhjálmsson. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað, en íslenska liðið spilaði ágætlega. Strákarnir spiluðu sterkan varnarleik og gáfu fá færi á sér. Sænska liðið var meira með boltann, en náði ekki að skapa sér nein afgerandi marktækifæri. Svíarnir komust yfir rétt fyrir hálfleik á 43. mínútu þegar Isaac Kiese Thelin skoraði með skalla eftir klaufagang í varnarleik Íslands. Fóru gestirnir því með 1-0 forskot inn í hálfleikinn.Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson, þjálfarar Íslands, gerðu strax tvær breytingar í hálfleik. Elís Rafn Björnsson og Aron Elís fóru af velli og komu Tómas Óli Garðarsson og Arnþór Ari Atlason inná í þeirra stað. Ekki breyttist leikurinn mikið í síðari hálfleik. Gestirnir voru ívið sterkari og sköpuðu sér betri færi. Bakverðir þeirra voru virkilega sókndjarfir og útkoman voru nokkrar skemmtilegar sóknir. Síðari hálfleikur var afskaplega leiðinlegur í alla staði. Lítið var um færi og lítið af spili hjá báðum liðum. Svíarnir bættu við marki þegar átta mínútur voru eftir þegar Malkolm Moenza skoraði með sinni fyrstu snertingu og gerði hann út um leikinn. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið út úr leiknum í dag er að þeir allir ellefu nýliðar sem voru valdnir í hópinn fengu tækifæri. Átta þeirra í byrjunarliðinu og þrír komu inná. Mikilvæg reynsla fyrir þá og nú hafa þjálfarar liðsins úr betri stærri hóp að velja.Bergsveinn Ólafsson spilaði virkilega vel í hjarta varnarinnar, þó hann hefði mögulega getað gert betur í markinu er erfitt að kenna honum alfarið um það. Hann bjargaði nokkrum sinnum með góðum tæklingum og spilaði vel. Markvörður íslenska liðsins Frederik August Albrecht Schram, sem var að leika sinn fyrsta U-21 árs landsleik, fór af velli meiddur eftir rúman hálftíma, en hann virtist lenda illa á öxlinni þegar hann reyndi að handsama eina af hornspyrnum Svía. Eyjólfur: Vorum ekki nógu samstilltir„Þetta var erfitt hjá okkur í dag. Við vorum ekki alveg nógu samstilltir sem er kannski ekki skrýtið því við erum einungis búnir að æfa þrisvar sinnum saman," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, við fjölmiðla eftir tapið. „Það vantaði taktinn í þetta hjá okkur. Við vorum óþolinmóðir í fyrri hálfleik, of fljótir að tapa boltanum. Við gerðum það nokkrum sinnum vel að halda boltanum og gerðum það þá vel, en það vantaði dálítið uppá það að vera þolinmóðir bæði í varnar- og sóknarleiknum." „Svíarnir voru mjög sterkir. Þeir voru mjög öflugir, en eins og ég segi það eru margir nýliðar og við erum búnir að æfa lítið saman." Eyjólfur var ánægður með nýliðana en alls spiluðu ellefu nýliðar leikinn í kvöld: „Nýliðarnir stóðu stig sig vel. Ásgeir var virkilega góður í vörninni og Bergsveinn. Það var mjög gaman að sjá þessa stráka spila og þetta fer í reynslubankann. Það eru einmitt svona leiki sem gefur gífurlega mikið og þá sjá þessir strákar hvernig alþjóðarfótbolti er." „Við vorum í vandræðum með Svíana. Þeir komu mikið upp með bakverðina og það var gífurleg hreyfing á þeim á miðjunni. Við vorum ekki nógu samstilltir og um leið og þeir voru að ná valdi á boltanum þá vorum við að setja pressu, en það var bara of seint." Aðspurður hvernig framhaldið myndi leggjast í Eyjólf var hann nokkuð bjartsýnn. „Það leggst vel í mig, í kvöld náðum við að skoða fullt af strákum og það var markmiðið fyrir leikinn. Við eigum leik gegn Armenum hér heima næst og við verðum að vinna hann. Ef við vinnum hann þá eigum við alla möguleika að komast í umspil," sagði Eyjólfur. Bergsveinn: Markmiðið er að vera í hópnum í haust„Svíarnir voru drullugóðir. Við reyndum og við börðumst. Við breyttum aðeins í hálfleik og þá gerðum við þetta erfiðara fyrir þá og auðveldara fyrir okkur. Þetta var ekki alveg að virka í fyrri hálfleik," sagði Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Íslands, sem átti fínan leik fyrir Ísland í kvöld. Bergsveinn var ósáttur með sjálfan sig í fyrra markinu sem Ísland fékk á sig rétt fyrir hálfleik. „Ég verð að taka þetta mark á mig. Hann át mig í skallaeinvíginu og það er alltaf slæmt að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik." „Þegar við náðum að halda honum þá gerðum við góða hluti. Það gerðist ekki oft, því þeir settu pressu á bakverðina okkar en jákvætt er að við rifum okkur upp í síðari halfleik. Við fórum aðeins aftar með liðið og þeir voru ekki að yfirspila okkur jafn mikið og í fyrri hálfleik fannst mér." Bergsveinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs landsliðið í kvöld. „Það er ánægjulegt að hafa spilað sinn fyrsta landsleik og ég er stoltur af því. Vonandi hefur maður staðið sig það vel að maður geri tilkall í næsta hóp, því það er markmiðið." „Ef ég held áfram að standa mig vel í Pepsi-deildinni hlýt ég að gera tilkall og það er markmiðið að vera í hópnum í haust," sagði Bergsveinn við Vísi í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira