Heat vantar sinnep til að taka þrennuna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 17:00 Miami vonast til að vinna þriðja árið í röð. vísir/getty Í nótt hefst einvígi meistara Miami Heat og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Fyrsti leikurinn fer fram í San Antonio og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 00.30. Þetta eru sömu lið og mættust í fyrra en þá vann Miami í sjö leikjum í magnaðri úrslitarimmu. Spurs-menn ætla sér að hefna fyrir það og vinna einn titil í viðbót með þessu magnaða þríeyki sem er TimDuncan, TonyParker og ManuGinobli. LeBron James er þó á öðru máli en hann getur unnið þriðja NBA-titilinn í röð með Miami. Þetta er jafnframt fjórða árið í röð sem Miami-liðið fer í úrslitin. Það má svo sannarlega búast við öðru eins einvígi og í fyrra. Ekki er leikið eftir 2-3-2-kerfinu núna heldur fara fyrstu tveir leikirnir fram í San Antonio, næstu tveir í Miami og svo sitt á hvað þar til sigurvegari er fundinn. Vísir fékk þrjá körfuboltasérfræðinga til að spá í spilin fyrir rimmuna. Tveir þeirra spá Miami sigri en einn San Antonio. Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is: „Aukasendingin, óeigingirnin og leikstíll Spurs er unun áhorfs en á hinum endanum er LeBron James og hann getur enginn stöðvað, drengurinn er einfaldlega skrímsli. Hvort það sé óskhyggja eða annað þá tel ég að liðsboltinn skili Spurs titlinum og að því loknu taki við hnignunarskeið hjá klúbbnum. Horace Grant gamli Bulls ruslakarlinn sagði á dögnum að Bulls í „den“ hefðu unnið Heat í dag því Jordan hefði jafnvel notið sín enn betur innan um regluverkið eins og það er í dag, tippa á að ruslakarlinn hafi rétt fyrir sér og að Heat vanti sinnep til að taka þrennuna eins og Bulls forðum.“Svali Björgvinsson, körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport: „Þetta verður geggjað einvígi. Þetta er í raun óuppgert uppgjör frá síðasta ári. Einvígi þessara liða í fyrra var magnað með sögulegum lokaleikjum. Þannig að undirliggjandi er gríðarleg spenna. Liðin eru bæði vel þroskuð og falleg, þannig að prúðmennskan verður mikil en á sama tíma verður kappið allsráðandi. Samleikur og leikskilningur Spurs er dýpri en áður hefur sést og hæfileikar valinna leikmanna Heat er meiri en áður hefur sést. Hið fullkmna einvígi. Körfuknattleiksguðirnir eru góðir við okkur í ár. Ég spái 4-2 sigri Heat.“Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur: „Mér finnst persónulega skemmtilegt og spennandi að sömu liðin sem háðu dramatískt einvígi í fyrra mætist aftur í ár. Það er svo auðvelt að magna eftirvæntinguna og spennu fyrir slíku einvígi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr eru þessi tvö félög að stimpla sig rækilega inn sem tvö af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman í sögu NBA deildarinnar. Miami er að fara í lokaúrslit í fjórða árið í röð og það þarf að fara til baka um 30 ár eða svo til að finna lið sem gerði það. Spurs, undir stjórn Popovich, hefur svo verið ótrúlega sigursælt undanfarin 15-20 ár og vinningshlutfallið, fjöldi titla og árangur í úrslitakeppnum eru til vitnis um það. Spurs finnst liðið eiga harma að hefna hafandi nánast verið með titilinn í augnsýn í fyrra ef ekki hefði verið fyrir ævintýralega körfu Ray Allen. Spurs er betra í ár, leikmenn eins og Mills og Diaw eru að spila miklu betur og oft á tíðum lykilmenn í velgengni liðsins. Það mun velta talsvert á heilsu Tony Parker sem meiddist gegn Oklahoma, hann verður að vera heill. Það má eiginlega segja að leikstíll Spurs hafi nú fyrst almennilega fengið þá viðurkenningu sem hann á skilið, þeir fimm leikmenn sem eru inn á hverju sinni leika sem einn maður. Ég spáði Miami sigri fyrir tímabilið og held mig við þá spá. Lebron James er sá sem flest veltur á held ég, það er svo sem hægt að tala um þennan og hinn, hvaða þætti þeir koma með, eins og Dwayne Wade sem er frískari í ár en á sama tíma í fyrra en ég tel að þetta velti mikið á því hvernig Lebron James tekst til. Hann er einfaldlega besti leikmaður heims og einn besti leikmaður fyrr og síðar. Ef hann heldur áfram að sanka að sér viðurkenningum er líklegt að sá dagur komi að hann verði á pari við Michael Jordan eða kannski ofar. Það er oft talað um leikstíl Miami sem einhæfan og oft tilviljanakenndan, byggðan á frammistöðu einstaklingana Wade og Lebron en það má ekki horfa framhjá því að liðið gerir oft mjög vel í því að búa til sendingalínur fyrir skotmenn eins og Ray Allen og er boltahreyfingin oft til mikillar fyrirmyndar enda er Lebron James ekki eigingjarn og hann er stöðugt að leita samherja sína uppi. Það er varla hægt að biðja um það betra í lokaúrslitum að fá að horfa á þessi tvö frábæru félög. Ég spái Miami í 6 eða 7.“ NBA Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Sjá meira
Í nótt hefst einvígi meistara Miami Heat og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Fyrsti leikurinn fer fram í San Antonio og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 00.30. Þetta eru sömu lið og mættust í fyrra en þá vann Miami í sjö leikjum í magnaðri úrslitarimmu. Spurs-menn ætla sér að hefna fyrir það og vinna einn titil í viðbót með þessu magnaða þríeyki sem er TimDuncan, TonyParker og ManuGinobli. LeBron James er þó á öðru máli en hann getur unnið þriðja NBA-titilinn í röð með Miami. Þetta er jafnframt fjórða árið í röð sem Miami-liðið fer í úrslitin. Það má svo sannarlega búast við öðru eins einvígi og í fyrra. Ekki er leikið eftir 2-3-2-kerfinu núna heldur fara fyrstu tveir leikirnir fram í San Antonio, næstu tveir í Miami og svo sitt á hvað þar til sigurvegari er fundinn. Vísir fékk þrjá körfuboltasérfræðinga til að spá í spilin fyrir rimmuna. Tveir þeirra spá Miami sigri en einn San Antonio. Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is: „Aukasendingin, óeigingirnin og leikstíll Spurs er unun áhorfs en á hinum endanum er LeBron James og hann getur enginn stöðvað, drengurinn er einfaldlega skrímsli. Hvort það sé óskhyggja eða annað þá tel ég að liðsboltinn skili Spurs titlinum og að því loknu taki við hnignunarskeið hjá klúbbnum. Horace Grant gamli Bulls ruslakarlinn sagði á dögnum að Bulls í „den“ hefðu unnið Heat í dag því Jordan hefði jafnvel notið sín enn betur innan um regluverkið eins og það er í dag, tippa á að ruslakarlinn hafi rétt fyrir sér og að Heat vanti sinnep til að taka þrennuna eins og Bulls forðum.“Svali Björgvinsson, körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport: „Þetta verður geggjað einvígi. Þetta er í raun óuppgert uppgjör frá síðasta ári. Einvígi þessara liða í fyrra var magnað með sögulegum lokaleikjum. Þannig að undirliggjandi er gríðarleg spenna. Liðin eru bæði vel þroskuð og falleg, þannig að prúðmennskan verður mikil en á sama tíma verður kappið allsráðandi. Samleikur og leikskilningur Spurs er dýpri en áður hefur sést og hæfileikar valinna leikmanna Heat er meiri en áður hefur sést. Hið fullkmna einvígi. Körfuknattleiksguðirnir eru góðir við okkur í ár. Ég spái 4-2 sigri Heat.“Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur: „Mér finnst persónulega skemmtilegt og spennandi að sömu liðin sem háðu dramatískt einvígi í fyrra mætist aftur í ár. Það er svo auðvelt að magna eftirvæntinguna og spennu fyrir slíku einvígi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr eru þessi tvö félög að stimpla sig rækilega inn sem tvö af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman í sögu NBA deildarinnar. Miami er að fara í lokaúrslit í fjórða árið í röð og það þarf að fara til baka um 30 ár eða svo til að finna lið sem gerði það. Spurs, undir stjórn Popovich, hefur svo verið ótrúlega sigursælt undanfarin 15-20 ár og vinningshlutfallið, fjöldi titla og árangur í úrslitakeppnum eru til vitnis um það. Spurs finnst liðið eiga harma að hefna hafandi nánast verið með titilinn í augnsýn í fyrra ef ekki hefði verið fyrir ævintýralega körfu Ray Allen. Spurs er betra í ár, leikmenn eins og Mills og Diaw eru að spila miklu betur og oft á tíðum lykilmenn í velgengni liðsins. Það mun velta talsvert á heilsu Tony Parker sem meiddist gegn Oklahoma, hann verður að vera heill. Það má eiginlega segja að leikstíll Spurs hafi nú fyrst almennilega fengið þá viðurkenningu sem hann á skilið, þeir fimm leikmenn sem eru inn á hverju sinni leika sem einn maður. Ég spáði Miami sigri fyrir tímabilið og held mig við þá spá. Lebron James er sá sem flest veltur á held ég, það er svo sem hægt að tala um þennan og hinn, hvaða þætti þeir koma með, eins og Dwayne Wade sem er frískari í ár en á sama tíma í fyrra en ég tel að þetta velti mikið á því hvernig Lebron James tekst til. Hann er einfaldlega besti leikmaður heims og einn besti leikmaður fyrr og síðar. Ef hann heldur áfram að sanka að sér viðurkenningum er líklegt að sá dagur komi að hann verði á pari við Michael Jordan eða kannski ofar. Það er oft talað um leikstíl Miami sem einhæfan og oft tilviljanakenndan, byggðan á frammistöðu einstaklingana Wade og Lebron en það má ekki horfa framhjá því að liðið gerir oft mjög vel í því að búa til sendingalínur fyrir skotmenn eins og Ray Allen og er boltahreyfingin oft til mikillar fyrirmyndar enda er Lebron James ekki eigingjarn og hann er stöðugt að leita samherja sína uppi. Það er varla hægt að biðja um það betra í lokaúrslitum að fá að horfa á þessi tvö frábæru félög. Ég spái Miami í 6 eða 7.“
NBA Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Sjá meira