Líkur á að fleiri feti í fótspor Símans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. júní 2014 15:11 "Það má því alveg færa fyrir því rök að það sé eðlilegast að gera þetta svona.“ vísir/anton Breytingar á gjaldskrá Símans verða að teljast ansi áhættusamar, enda róttækar og samkeppnin á markaðnum mikil. Þessi leið er þó ekki alls óþekkt á íslenskum fjarskiptamarkaði, en þessi sama leið er farin á 3G og 4G neti Nova. „Við teljum þessa leið ekki áhættusama heldur réttláta og í hag viðskiptavina okkar og neytenda. Það er erfitt fyrir mig að meta hvað keppinautarnir gera, en þetta sú mæling sem viðskiptavinir þekkja á farsímanetinu og auðveldar allan samanburð neytenda,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.Síminn hf. kemur til með að rukka fyrir alla internetnotkun, innlenda og erlenda, frá og með 1. september en hingað til hefur erlend internetnotkun einungis verið gjaldfærð. Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. Þá hækkar gjaldskrá þeirra og eru áhrifin 2 prósent á meðalreikning hvers heimilis. Gagnamagnið verður þó aukið, þrefalt til fimmtánfalt, til að koma til móts við viðskiptavini. Innlent niðurhal er enn sem komið er innifalið í þjónustu Vodafone. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir sambærilegar breytingar hafa verið í umræðunni, en þó hafi engar ákvarðanir verið teknar. „Það hefur svo sem lengi verið talað um það að einn daginn kæmi að því að meðhöndla innlent og erlent með sama hætti. Þetta er í takt við það sem gerist víða úti í heimi,“ segir Hrannar. „Almennt séð, þá held ég, og algjörlega burtséð frá Símanum, má færa fyrir því rök að þetta kerfi sé einfaldara. Það er oft óljóst hvort gögnin komi frá útlöndum eða ekki. Það má því alveg færa fyrir því rök að það sé eðlilegast að gera þetta svona,“ segir Hrannar jafnframt. Innlent niðurhal er innifalið í internetþjónustu 365 og segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, enga breytingu verða þar á. „Slíkar breytingar eru ekki fyrirhugaðar hjá 365 miðlum og verður innlent niðurhal áfram innifalið í þjónustu okkar," segir Ari. Tengdar fréttir Síminn rukkar fyrir alla internetnotkun Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. 3. júní 2014 11:18 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Breytingar á gjaldskrá Símans verða að teljast ansi áhættusamar, enda róttækar og samkeppnin á markaðnum mikil. Þessi leið er þó ekki alls óþekkt á íslenskum fjarskiptamarkaði, en þessi sama leið er farin á 3G og 4G neti Nova. „Við teljum þessa leið ekki áhættusama heldur réttláta og í hag viðskiptavina okkar og neytenda. Það er erfitt fyrir mig að meta hvað keppinautarnir gera, en þetta sú mæling sem viðskiptavinir þekkja á farsímanetinu og auðveldar allan samanburð neytenda,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.Síminn hf. kemur til með að rukka fyrir alla internetnotkun, innlenda og erlenda, frá og með 1. september en hingað til hefur erlend internetnotkun einungis verið gjaldfærð. Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. Þá hækkar gjaldskrá þeirra og eru áhrifin 2 prósent á meðalreikning hvers heimilis. Gagnamagnið verður þó aukið, þrefalt til fimmtánfalt, til að koma til móts við viðskiptavini. Innlent niðurhal er enn sem komið er innifalið í þjónustu Vodafone. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir sambærilegar breytingar hafa verið í umræðunni, en þó hafi engar ákvarðanir verið teknar. „Það hefur svo sem lengi verið talað um það að einn daginn kæmi að því að meðhöndla innlent og erlent með sama hætti. Þetta er í takt við það sem gerist víða úti í heimi,“ segir Hrannar. „Almennt séð, þá held ég, og algjörlega burtséð frá Símanum, má færa fyrir því rök að þetta kerfi sé einfaldara. Það er oft óljóst hvort gögnin komi frá útlöndum eða ekki. Það má því alveg færa fyrir því rök að það sé eðlilegast að gera þetta svona,“ segir Hrannar jafnframt. Innlent niðurhal er innifalið í internetþjónustu 365 og segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, enga breytingu verða þar á. „Slíkar breytingar eru ekki fyrirhugaðar hjá 365 miðlum og verður innlent niðurhal áfram innifalið í þjónustu okkar," segir Ari.
Tengdar fréttir Síminn rukkar fyrir alla internetnotkun Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. 3. júní 2014 11:18 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Síminn rukkar fyrir alla internetnotkun Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. 3. júní 2014 11:18