Salman Tamimi kærir hatursfull ummæli Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2014 11:51 Salman Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, segir að ekki megi gefa neinn afslátt á mannréttindum. Hann ætlar að kæra ummæli sem féllu á athugasemdakerfi Vísis og víðar í vikunni. Frétt sem Vísir birti 1. júní, undir fyrirsögninni „Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi“ vakti mikla athygli og umræða og athugasemdir hrönnuðust inn á athugasemdakerfi fréttavefsins. Sum þeirra ummæla voru mjög harkaleg og beindust að Salman og Sverri Agnarssyni formanni Félags múslima á Íslandi.Hægt gengur með rannsókn í svínshausamálinu Ummælin eru þannig að þau er vart hægt að hafa eftir en þau fólu meðal annars í sér líflátshótanir. Herðubreið hefur birt hluta þessara ummæla. Vísir ræddi við Salman Tamimi í morgun en þá var hann á leið til fundar við lögmann sinn Helgu Völu Helgadóttur, og í kjölfarið ætlar hann að leggja fram kæru. „Jájá, ég legg fram kæru. Náttúrlega. Það er ekki hægt að sitja þegjandi undir þessu,“ segir Salman. Hann er reyndar ekkert of bjartsýnn á að lögreglan taki kæru hans föstum tökum, því ekkert er að frétta af kæru sem tók til þess er einhverjir tóku sig til og dreifðu svínshausum á umrædda lóð sem múslimum hafði verið úthlutað af borgaryfirvöldum. Salman segir að rannsókn málsins hafi verið hroðvirknisleg, þar sem meðal annars sönnunargögnum; svínshausunum og tilkynningum sem voru látnar fylgja með, hafi verið hent. „Þetta var ekki rusl. Þetta voru sönnunargögn í sakamáli. Og það er ekkert að frétta af þeirri rannsókn.“Stórhættulegt útspil FramsóknarmannaUmræðan um mosku blossaði upp í aðdraganda borgarstjórnarkosninga þegar sem Framsóknarmenn settu á oddinn að draga ætti lóðarúthlutunina til baka. Salman segir þetta stórhættulegt útspil, til þess fallið að róa undir útlendingahatri. „Afskaplega lágkúrulegt útspil. Og afleiðingarnar geta verið mjög mjög alvarlegar í okkar samfélagi. Þeir eru ekki búnir að reikna þetta til enda. Þeir vildu bara fá atkvæðin. Og skiptir ekki máli hvernig þau eru fengin. Breivik hinn norski, sá sem hóf skothríð og drap fjölda norskra ungmenna í júlí 2011, var æstur upp með þessum hætti. Nú fá þessir rasistar og brjálæðingar sem eru í samfélaginu óbeinan stuðning frá stjórnmálamanni elsta stjórnmálaflokks landsins. Með yfirlýsingum sem beinast gegn litlum hópi,“ segir Salman Tamimi.Þung viðurlögHelga Vala Helgadóttir er lögmaður Salmans Tamimi og hún segir þung viðurlög liggja við hatursfullum ummælum sem þessum. „Þetta ákvæði sem við erum að horfa á, þá eru viðurlög allt að tveggja ára fangelsi, við slíkum ummælum, þegar einhver ræðst með hótunum gegn annarri manneskju.“Eru þetta mörg ummæli sem um ræðir? „Þau eru orðin nokkuð mörg. Svo virðist sem við höfum opnað þarna eitthvert Pandóru-box með þessum fríða flokki frambjóðenda Framsóknarflokksins sem nú hafa veitt þessum hópi stuðning sinn.“ Helga Vala segir þetta blossa upp hér og þar á netinu. Hún segir engan mun á því hvort ummæli sem þessi falli á netinu eða annars staðar. Netið sé opinber vettvangur. Um verður að ræða bótakröfur, Helga Vala segir algera nauðsyn að setja niður fótinn. Hún bendir á að hægt miði með rannsókn á svínshöfðamálinu.Nauðsynlegt að setja niður fótinnErtu að segja að lögreglan dragi lappirnar í málum sem snúa að múslimum? „Nei, ég er ekkert að gera það. Ég veit að það er mikið að gera hjá lögreglunni. En, meðan ekkert er gert þá grasserar þetta,“ segir Helga Vala sem tekur undir með skjólstæðing sínum; mikilvægt sé að sýna mönnum að það sem hér um ræðir er refsivert. Því er svo við þetta að bæta að einn þeirra sem um ræðir, sem setti hatursfull ummæli inn á athugasemdakerfi Vísis, hefur beðist afsökunar á þeim og sagt þau sett fram í algjöru óviti, hugsunarleysi og vitleysu. „Ég á enga aðra afsökun en dómgreindarleysi í þessu máli,“ segir sá og iðrast sáran. DV hefur þegar gert sér mat úr því máli. Trúmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Salman Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, segir að ekki megi gefa neinn afslátt á mannréttindum. Hann ætlar að kæra ummæli sem féllu á athugasemdakerfi Vísis og víðar í vikunni. Frétt sem Vísir birti 1. júní, undir fyrirsögninni „Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi“ vakti mikla athygli og umræða og athugasemdir hrönnuðust inn á athugasemdakerfi fréttavefsins. Sum þeirra ummæla voru mjög harkaleg og beindust að Salman og Sverri Agnarssyni formanni Félags múslima á Íslandi.Hægt gengur með rannsókn í svínshausamálinu Ummælin eru þannig að þau er vart hægt að hafa eftir en þau fólu meðal annars í sér líflátshótanir. Herðubreið hefur birt hluta þessara ummæla. Vísir ræddi við Salman Tamimi í morgun en þá var hann á leið til fundar við lögmann sinn Helgu Völu Helgadóttur, og í kjölfarið ætlar hann að leggja fram kæru. „Jájá, ég legg fram kæru. Náttúrlega. Það er ekki hægt að sitja þegjandi undir þessu,“ segir Salman. Hann er reyndar ekkert of bjartsýnn á að lögreglan taki kæru hans föstum tökum, því ekkert er að frétta af kæru sem tók til þess er einhverjir tóku sig til og dreifðu svínshausum á umrædda lóð sem múslimum hafði verið úthlutað af borgaryfirvöldum. Salman segir að rannsókn málsins hafi verið hroðvirknisleg, þar sem meðal annars sönnunargögnum; svínshausunum og tilkynningum sem voru látnar fylgja með, hafi verið hent. „Þetta var ekki rusl. Þetta voru sönnunargögn í sakamáli. Og það er ekkert að frétta af þeirri rannsókn.“Stórhættulegt útspil FramsóknarmannaUmræðan um mosku blossaði upp í aðdraganda borgarstjórnarkosninga þegar sem Framsóknarmenn settu á oddinn að draga ætti lóðarúthlutunina til baka. Salman segir þetta stórhættulegt útspil, til þess fallið að róa undir útlendingahatri. „Afskaplega lágkúrulegt útspil. Og afleiðingarnar geta verið mjög mjög alvarlegar í okkar samfélagi. Þeir eru ekki búnir að reikna þetta til enda. Þeir vildu bara fá atkvæðin. Og skiptir ekki máli hvernig þau eru fengin. Breivik hinn norski, sá sem hóf skothríð og drap fjölda norskra ungmenna í júlí 2011, var æstur upp með þessum hætti. Nú fá þessir rasistar og brjálæðingar sem eru í samfélaginu óbeinan stuðning frá stjórnmálamanni elsta stjórnmálaflokks landsins. Með yfirlýsingum sem beinast gegn litlum hópi,“ segir Salman Tamimi.Þung viðurlögHelga Vala Helgadóttir er lögmaður Salmans Tamimi og hún segir þung viðurlög liggja við hatursfullum ummælum sem þessum. „Þetta ákvæði sem við erum að horfa á, þá eru viðurlög allt að tveggja ára fangelsi, við slíkum ummælum, þegar einhver ræðst með hótunum gegn annarri manneskju.“Eru þetta mörg ummæli sem um ræðir? „Þau eru orðin nokkuð mörg. Svo virðist sem við höfum opnað þarna eitthvert Pandóru-box með þessum fríða flokki frambjóðenda Framsóknarflokksins sem nú hafa veitt þessum hópi stuðning sinn.“ Helga Vala segir þetta blossa upp hér og þar á netinu. Hún segir engan mun á því hvort ummæli sem þessi falli á netinu eða annars staðar. Netið sé opinber vettvangur. Um verður að ræða bótakröfur, Helga Vala segir algera nauðsyn að setja niður fótinn. Hún bendir á að hægt miði með rannsókn á svínshöfðamálinu.Nauðsynlegt að setja niður fótinnErtu að segja að lögreglan dragi lappirnar í málum sem snúa að múslimum? „Nei, ég er ekkert að gera það. Ég veit að það er mikið að gera hjá lögreglunni. En, meðan ekkert er gert þá grasserar þetta,“ segir Helga Vala sem tekur undir með skjólstæðing sínum; mikilvægt sé að sýna mönnum að það sem hér um ræðir er refsivert. Því er svo við þetta að bæta að einn þeirra sem um ræðir, sem setti hatursfull ummæli inn á athugasemdakerfi Vísis, hefur beðist afsökunar á þeim og sagt þau sett fram í algjöru óviti, hugsunarleysi og vitleysu. „Ég á enga aðra afsökun en dómgreindarleysi í þessu máli,“ segir sá og iðrast sáran. DV hefur þegar gert sér mat úr því máli.
Trúmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira