Hideki Matsuyama marði sigur á Memorial 1. júní 2014 22:51 Matsuyama fagnar sigrinum ásamt kylfusveini sínum. AP/Getty Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á Memorial mótinu sem kláraðist í kvöld en hann lagði Bandaríkjamanninn Kevin Na á fyrstu holu í bráðabana. Báðir kylfingar léku hringina fjóra á Muirfield vellinum í Ohio á 13 höggum undir pari en í bráðabananum fékk Matsuyama virkilega flott par á 18. holu eftir að hafa komið sér í vandræði í innáhögginu. Kevin Na var þó í meiri vandræðum en hann setti upphafshöggið sitt í læk vinstra megin við brautina og því dugði par Matsuyama en þetta er hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann missti einbeitinguna á seinni níu holunum í dag og fékk meðal annars skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á 15. holu. Hann endaði einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari, einu höggi á eftir Na og Matsuyama. Chris Kirk og Adam Scott deildu fjórða sætinu á tíu höggum undir pari.Rory McIlroy endaði í 15.sæti á sex höggum undir pari, einu höggi betri en Jordan Spieth sem lék hringina fjóra samtals á fimm undir pari. Fyrir sigurinn á Memorial mótinu, sem goðsögnin Jack Nicklaus heldur ár hvert, fékk Matsuyama rúmlega 125 milljónir króna og þátttökurétt á US Open sem hefst eftir tvær vikur. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á Memorial mótinu sem kláraðist í kvöld en hann lagði Bandaríkjamanninn Kevin Na á fyrstu holu í bráðabana. Báðir kylfingar léku hringina fjóra á Muirfield vellinum í Ohio á 13 höggum undir pari en í bráðabananum fékk Matsuyama virkilega flott par á 18. holu eftir að hafa komið sér í vandræði í innáhögginu. Kevin Na var þó í meiri vandræðum en hann setti upphafshöggið sitt í læk vinstra megin við brautina og því dugði par Matsuyama en þetta er hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann missti einbeitinguna á seinni níu holunum í dag og fékk meðal annars skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á 15. holu. Hann endaði einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari, einu höggi á eftir Na og Matsuyama. Chris Kirk og Adam Scott deildu fjórða sætinu á tíu höggum undir pari.Rory McIlroy endaði í 15.sæti á sex höggum undir pari, einu höggi betri en Jordan Spieth sem lék hringina fjóra samtals á fimm undir pari. Fyrir sigurinn á Memorial mótinu, sem goðsögnin Jack Nicklaus heldur ár hvert, fékk Matsuyama rúmlega 125 milljónir króna og þátttökurétt á US Open sem hefst eftir tvær vikur.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira