Ragnar bætti vallarmetið á Hellu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2014 18:31 Ragnar Már skrifar undir skorkortið sitt í dag. Mynd/GSIMyndir.net Ragnar Már Garðarsson sigraði með glæsibrag á Egils Gull-mótinu sem fór fram á Hellu í dag. Eins og hefur verið greint átti Ragnar Már magnaðan lokahring í dag en hann spilaði á 62 höggum sem er nýtt vallarmet. Hann var á átta höggum undir pari vallarins en gamla metið var í eigu Ólafs Björns Loftssonar, NK, sem var 63 högg. Ragnar fékk alls níu fugla í dag og spilaði hringina þrjá á samtals fjórum undir pari. Ragnar Már vann fyrsta mót sumarsins um síðustu helgi, einnig eftir góðan lokahring. Hann hefur því sigrað á báðum mótum Eimskipsmótaraðarinnar í ár en það næsta fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi eftir tvær vikur.Efstu þrír menn mótsins ásamt Hauki Erni Birgissyni, formanni GSÍ. Frá vinstri eru Haukur Örn, Gísli Sveinbergsson, Ragnar Már og Heiðar Davíð Bragason.Mynd/gsimyndir.net Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ragnar Már Garðarsson sigraði með glæsibrag á Egils Gull-mótinu sem fór fram á Hellu í dag. Eins og hefur verið greint átti Ragnar Már magnaðan lokahring í dag en hann spilaði á 62 höggum sem er nýtt vallarmet. Hann var á átta höggum undir pari vallarins en gamla metið var í eigu Ólafs Björns Loftssonar, NK, sem var 63 högg. Ragnar fékk alls níu fugla í dag og spilaði hringina þrjá á samtals fjórum undir pari. Ragnar Már vann fyrsta mót sumarsins um síðustu helgi, einnig eftir góðan lokahring. Hann hefur því sigrað á báðum mótum Eimskipsmótaraðarinnar í ár en það næsta fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi eftir tvær vikur.Efstu þrír menn mótsins ásamt Hauki Erni Birgissyni, formanni GSÍ. Frá vinstri eru Haukur Örn, Gísli Sveinbergsson, Ragnar Már og Heiðar Davíð Bragason.Mynd/gsimyndir.net
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira