Sparifé 30.000 Íslendinga í hættu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júní 2014 18:30 Árum saman hafa miðlarar erlendra tryggingarfyrirtækja eins og Allianz á Íslandi og Sparnaðar boðið upp á sparnaðar- og tryggingaleiðir þar sem iðgjaldagreiðslum er varið til söfnunar höfuðstóls í erlendum gjaldeyri. Í gær tilkynnti Seðlabankinn hins vegar að þessi starfsemi teldist brot á lögum um gjaldeyrismál en Samtök verslunar og þjónustu gæta hagsmuna vátryggingamiðlara á Íslandi. Hátt í þrjátíu þúsund Íslendingar eiga fjármuni hjá þessum fyrirtækjum, alls um 4,2 milljarða íslenskra króna. Því vaknar spurningin, hvað verður um þessa fjármuni? „Ég myndi halda því alveg klárt fram að framtíð þessara samninga væru í óvissu,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru gríðarlegir hagsmunir þarna í húfi fyrir þúsundir Íslendinga. Mér finnst Seðlabankinn hafa komið ansi bratt að þessu máli, hann er að tefla í tvísýnu gífurlegum hagsmunum. Viðbótarlífeyrissparnaði hjá þúsundum Íslendinga. Það er ábyrgðarhluti hjá bankanum að koma fram með þessum hætti að okkar mati og hlýtur að kalla á hörð viðbrögð allra hagsmunaaðila.“ Andrés mun á morgun funda með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans um málið. Samtök verslunar og þjónustu hafa þegar kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu Seðlabankans í málinu og gagnrýna skort á samráði „Það er algjör firra hvað okkur varðar að það hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila í aðdraganda þessa máls. Og það hefur komið fram hjá öðrum aðilum í öðrum viðtölum. Menn lesa þetta á þjóðhátíðardeginum í fjölmiðlum, algjörlega án þess að nokkur aðdragandi hafi verið að málinu að hálfu bankans um þetta mál.“ Tengdar fréttir Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál. 17. júní 2014 13:21 Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Árum saman hafa miðlarar erlendra tryggingarfyrirtækja eins og Allianz á Íslandi og Sparnaðar boðið upp á sparnaðar- og tryggingaleiðir þar sem iðgjaldagreiðslum er varið til söfnunar höfuðstóls í erlendum gjaldeyri. Í gær tilkynnti Seðlabankinn hins vegar að þessi starfsemi teldist brot á lögum um gjaldeyrismál en Samtök verslunar og þjónustu gæta hagsmuna vátryggingamiðlara á Íslandi. Hátt í þrjátíu þúsund Íslendingar eiga fjármuni hjá þessum fyrirtækjum, alls um 4,2 milljarða íslenskra króna. Því vaknar spurningin, hvað verður um þessa fjármuni? „Ég myndi halda því alveg klárt fram að framtíð þessara samninga væru í óvissu,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru gríðarlegir hagsmunir þarna í húfi fyrir þúsundir Íslendinga. Mér finnst Seðlabankinn hafa komið ansi bratt að þessu máli, hann er að tefla í tvísýnu gífurlegum hagsmunum. Viðbótarlífeyrissparnaði hjá þúsundum Íslendinga. Það er ábyrgðarhluti hjá bankanum að koma fram með þessum hætti að okkar mati og hlýtur að kalla á hörð viðbrögð allra hagsmunaaðila.“ Andrés mun á morgun funda með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans um málið. Samtök verslunar og þjónustu hafa þegar kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu Seðlabankans í málinu og gagnrýna skort á samráði „Það er algjör firra hvað okkur varðar að það hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila í aðdraganda þessa máls. Og það hefur komið fram hjá öðrum aðilum í öðrum viðtölum. Menn lesa þetta á þjóðhátíðardeginum í fjölmiðlum, algjörlega án þess að nokkur aðdragandi hafi verið að málinu að hálfu bankans um þetta mál.“
Tengdar fréttir Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál. 17. júní 2014 13:21 Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál. 17. júní 2014 13:21
Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58