Telur líkur á miklum efnahagslegum óstöðugleika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2014 14:37 Framkvæmdastjóri SVÞ og segir að fjárhagstjón vegna breytingu á reglum Seðlabanka Íslands um tryggingar og sparnað erlendra tryggingafélaga verði gífurlegt. Hann segir að þarna séu hagsmunir tugþúsunda Íslendinga í húfi og telur ólíklegt að erlendir aðilar muni koma til með að opna reikninga hér á landi. Fari svo, þurfi að finna lausn á hvað gert verði við þá samninga. Seðlabanki Íslands telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hérlendis brjóti í bága við lög um gjaldeyrismál. Því þurfa um þrjátíu þúsund Íslendingar, sem safnað hafa sparnaði erlendis, að hætta því og færa sparnað sinn í krónur. Seðlabankinn telur að um fjörutíu milljarðar króna hafi farið úr landi í erlendum gjaldmiðli á árunum 2012-2014 vegna þessara sparnaðarleiða. „Það er allavega erfitt að sjá að þau erlendu félög sem eiga hlut í málinu opni reikninga hér og þá verða menn, og Seðlabankinn, að svara þeirri spurningu, hvernig ætla þau að meðhöndla þá samninga sem þarna eru undir ef þau erlendu félög sem þarna eiga hlut í máli neiti að opna reikninga í íslenskum krónum,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Andrés segir tilkynninguna um breyttar reglur hafa komið honum í opna skjöldu og hafa aðrir hagsmunaaðilar sömu sögu að segja. „Seðlabankastjóri segir þetta hafa verið unnið í samráði við hagsmunaaðila. Hvorki við eða aðrir vissum af þessu fyrr en þessi makalausa tilkynning birtist,“ segir Andrés.Mun stuðla að efnahagslegum óstöðugleikaÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að ákvörðun Seðlabanka Íslands að loka á sparnað almennings í útlöndum endurspegli þann vanda sem fylgir gjaldeyrishöfum. Hann segir að nauðsynlegt sé að afnema höftin til að koma í veg fyrir efnahagslegan óstöðugleika. „Það hefur gætt ójafnræðis á milli aðila. Þarna eru erlendir lífeyrissjóðir sem geta boðið upp á annars konar þjónustu heldur en innlendir sjóðir geta gert. Hins vegar er viðfangsefnið til lengri tíma litið, hvað lífeyrissjóðina varðar, að þá er alveg nauðsynlegt að lífeyrissjóðir geti komist út til fjárfestinga. Þetta mun stuðla að verulegum efnahagslegum óstöðugleika hér á landi ef þetta fjármagn á að vera læst hér inni til langframa,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58 Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30 Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Framkvæmdastjóri SVÞ og segir að fjárhagstjón vegna breytingu á reglum Seðlabanka Íslands um tryggingar og sparnað erlendra tryggingafélaga verði gífurlegt. Hann segir að þarna séu hagsmunir tugþúsunda Íslendinga í húfi og telur ólíklegt að erlendir aðilar muni koma til með að opna reikninga hér á landi. Fari svo, þurfi að finna lausn á hvað gert verði við þá samninga. Seðlabanki Íslands telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hérlendis brjóti í bága við lög um gjaldeyrismál. Því þurfa um þrjátíu þúsund Íslendingar, sem safnað hafa sparnaði erlendis, að hætta því og færa sparnað sinn í krónur. Seðlabankinn telur að um fjörutíu milljarðar króna hafi farið úr landi í erlendum gjaldmiðli á árunum 2012-2014 vegna þessara sparnaðarleiða. „Það er allavega erfitt að sjá að þau erlendu félög sem eiga hlut í málinu opni reikninga hér og þá verða menn, og Seðlabankinn, að svara þeirri spurningu, hvernig ætla þau að meðhöndla þá samninga sem þarna eru undir ef þau erlendu félög sem þarna eiga hlut í máli neiti að opna reikninga í íslenskum krónum,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Andrés segir tilkynninguna um breyttar reglur hafa komið honum í opna skjöldu og hafa aðrir hagsmunaaðilar sömu sögu að segja. „Seðlabankastjóri segir þetta hafa verið unnið í samráði við hagsmunaaðila. Hvorki við eða aðrir vissum af þessu fyrr en þessi makalausa tilkynning birtist,“ segir Andrés.Mun stuðla að efnahagslegum óstöðugleikaÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að ákvörðun Seðlabanka Íslands að loka á sparnað almennings í útlöndum endurspegli þann vanda sem fylgir gjaldeyrishöfum. Hann segir að nauðsynlegt sé að afnema höftin til að koma í veg fyrir efnahagslegan óstöðugleika. „Það hefur gætt ójafnræðis á milli aðila. Þarna eru erlendir lífeyrissjóðir sem geta boðið upp á annars konar þjónustu heldur en innlendir sjóðir geta gert. Hins vegar er viðfangsefnið til lengri tíma litið, hvað lífeyrissjóðina varðar, að þá er alveg nauðsynlegt að lífeyrissjóðir geti komist út til fjárfestinga. Þetta mun stuðla að verulegum efnahagslegum óstöðugleika hér á landi ef þetta fjármagn á að vera læst hér inni til langframa,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58 Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30 Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58
Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30
Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59