Enski boltinn

Kobe segir ummæli Klinsmann hlægileg | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kobe Bryant með Sepp Blatter, forseta FIFA, á dögunum.
Kobe Bryant með Sepp Blatter, forseta FIFA, á dögunum. Vísir/Getty
Kobe Bryant gaf lítið fyrir gagnrýni Jürgen Klinsmann á sig og þann samning sem hann fékk nýlega hjá LA Lakers.

Klinsmann gagnrýndi að Bryant hafi fengið tveggja ára samning upp á 50 milljónir Bandaríkjadala og fullyrti að það væri fyrir afrek fyrri ára - ekki það sem hann hefði fram að færa á samningstímanum.

Kobe var spurður út í ummælin á ESPN-sjónvarpsstöðinni á dögunum og sagði þau hlægileg.

„En ég skil afstöðu hans enda er hann þjálfari en ekki framkvæmdarstjóri eða stjórnarformaður. Málið lítur öðruvísi út fyrir þeim sem reka félag eins og LA Lakers og þurfa bæði að hugsa vel um sína leikmenn og hugsa til framtíðar.“


Tengdar fréttir

Af hverju fær Kobe þennan risasamning?

Landsliðsþjálfari bandaríska knattspyrnulandsliðsins, Jürgen Klinsmann, segist að mörgu leyti ekki skilja bandarískt íþróttalíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×