Svipmynd Markaðarins: Starfaði hjá þýskum heildsala í München Haraldur Guðmundsson skrifar 17. júní 2014 09:00 Árni lærði rekstrarhagfræði í Suður-Þýskalandi og bjó í landinu í níu ár. Vísir/GVA „Við erum að sigla inn í ágætis sumarvertíð og það er alltaf meira að gera hjá okkur á þessum árstíma. Við munum bæta verulega í áætlun okkar á Grænlandi og þar verður örrugglega töluverð aukning miðað við síðasta ár,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. „Þó það hafi orðið fækkun í innanlandsfluginu á undanförnum árum þá er erlendum ferðamönnum sem fljúga með okkur alltaf að fjölga,“ bætir Árni við. Hann hefur starfað hjá flugfélaginu síðan 1999, fyrst sem sölu- og markaðsstjóri og síðan framkvæmdastjóri frá 2005. Árni lærði rekstrarhagfræði í háskólanum í Augsburg í Suður-Þýskalandi að loknu stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hann bjó í samtals níu ár í Þýskalandi og starfaði þá um tíma hjá þýskum ferðaheildsala í München. Árið 1997 bauðst honum síðan starf hér heima sem hann ákvað að taka. „Þá var ég ráðinn forstöðumaður Icelandair Holidays sem seldi þá einfaldar pakkaferðir til Íslands og var í eigu Flugleiða. Svo var ég framkvæmdastjóri Íslandsferða í eitt og hálft ár áður en fyrirtækið sameinaðist Ferðaskrifstofu Íslands,“ segir Árni. Hann segir Flugleiðir hafa átt þrjár ferðaskrifstofur á þessum tíma sem allar voru í svipuðum rekstri. „Þetta var allt sameinað í rauninni á tveimur árum þannig að ég fór í gegnum að vera framkvæmdastjóri Íslandsferða og Ferðaskrifstofu Íslands á þeim stutta tíma.“ Afi Árna var Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri. Móðir hans hefur ásamt systkinum sínum rekið rútufyrirtæki í nafni Guðmundar í áratugi. „Ég er því alinn upp í ferðaþjónustunni og hef ekki starfað við neitt annað. Mjög margir í minni fjölskyldu hafa unnið við atvinnugreinina og þá bæði í móðurættinni og föðurættinni.“ Árni er kvæntur Sigríði Bjarnadóttur iðjuþjálfa og þau eiga þrjá stráka. Ferðalög með fjölskyldunni eru eitt af áhugamálum hans en einnig nefnir hann stangveiði og golf. „Í ferðaþjónustunni ertu að vinna með drauma fólks. Þú ert að hjálpa fólki að upplifa drauma um frí og spennandi tíma. Það er mjög gefandi að vinna í geira sem stuðlar að því. Þá verður allt að vera vel undirbúið því ekkert má klikka. Það er lykillinn að þessu öllu saman.“Helga ÁrnadóttirHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar „Árni er fyrst og fremst fagmaður. Hann er þungavigtarmaður í íslenskri ferðaþjónustu og á stóran þátt í því hvernig hún hefur náð að vaxa og dafna síðustu ár. Hann nálgast alltaf viðfangsefnið með jákvæðni og á málefnalegan hátt. Hann er fljótur að greina aðalatriðin, er strategískur og hefur þann hæfileika að geta leitt mál til lykta með fólki og fyrir fólk á hógværan og uppbyggilegan máta. Það líkar öllum vel við Árna og sást það hvað best þegar hann lét af embætti formanns SAF á síðasta aðalfundi. Eftir lokaræðuna sína var hann hylltur vel og lengi undir standandi lófataki fundargesta.“Valgeir VilhjálmssonValgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknastjóri RÚV „Árni setur alltaf mikinn kraft í allt sem hann tekur sér fyrir hendur. Menntaskólann kláraði hann á þremur árum og vatt sér til Þýskalands í framhaldsnám. Ég held reyndar að sá skóli hafi verið honum mjög góður. Ráðdeild Þjóðverjanna kemur sér vel í rekstri á stóru fyrirtæki. Skynsemi, sanngirni og útsjónarsemi eru orð sem koma upp í hugann. Það getur þó verið erfitt að eiga rólega stund með honum vegna anna. Veiðiferðir okkar í Búðardalsá hafa verið árlegur viðburður í áratug. Árni er eini veiðimaðurinn sem ég þekki sem landað hefur 100 cm laxi á 5 feta silungastöng með 20 metra girni. Það var barátta sem við gleymum seint!“ Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Við erum að sigla inn í ágætis sumarvertíð og það er alltaf meira að gera hjá okkur á þessum árstíma. Við munum bæta verulega í áætlun okkar á Grænlandi og þar verður örrugglega töluverð aukning miðað við síðasta ár,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. „Þó það hafi orðið fækkun í innanlandsfluginu á undanförnum árum þá er erlendum ferðamönnum sem fljúga með okkur alltaf að fjölga,“ bætir Árni við. Hann hefur starfað hjá flugfélaginu síðan 1999, fyrst sem sölu- og markaðsstjóri og síðan framkvæmdastjóri frá 2005. Árni lærði rekstrarhagfræði í háskólanum í Augsburg í Suður-Þýskalandi að loknu stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hann bjó í samtals níu ár í Þýskalandi og starfaði þá um tíma hjá þýskum ferðaheildsala í München. Árið 1997 bauðst honum síðan starf hér heima sem hann ákvað að taka. „Þá var ég ráðinn forstöðumaður Icelandair Holidays sem seldi þá einfaldar pakkaferðir til Íslands og var í eigu Flugleiða. Svo var ég framkvæmdastjóri Íslandsferða í eitt og hálft ár áður en fyrirtækið sameinaðist Ferðaskrifstofu Íslands,“ segir Árni. Hann segir Flugleiðir hafa átt þrjár ferðaskrifstofur á þessum tíma sem allar voru í svipuðum rekstri. „Þetta var allt sameinað í rauninni á tveimur árum þannig að ég fór í gegnum að vera framkvæmdastjóri Íslandsferða og Ferðaskrifstofu Íslands á þeim stutta tíma.“ Afi Árna var Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri. Móðir hans hefur ásamt systkinum sínum rekið rútufyrirtæki í nafni Guðmundar í áratugi. „Ég er því alinn upp í ferðaþjónustunni og hef ekki starfað við neitt annað. Mjög margir í minni fjölskyldu hafa unnið við atvinnugreinina og þá bæði í móðurættinni og föðurættinni.“ Árni er kvæntur Sigríði Bjarnadóttur iðjuþjálfa og þau eiga þrjá stráka. Ferðalög með fjölskyldunni eru eitt af áhugamálum hans en einnig nefnir hann stangveiði og golf. „Í ferðaþjónustunni ertu að vinna með drauma fólks. Þú ert að hjálpa fólki að upplifa drauma um frí og spennandi tíma. Það er mjög gefandi að vinna í geira sem stuðlar að því. Þá verður allt að vera vel undirbúið því ekkert má klikka. Það er lykillinn að þessu öllu saman.“Helga ÁrnadóttirHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar „Árni er fyrst og fremst fagmaður. Hann er þungavigtarmaður í íslenskri ferðaþjónustu og á stóran þátt í því hvernig hún hefur náð að vaxa og dafna síðustu ár. Hann nálgast alltaf viðfangsefnið með jákvæðni og á málefnalegan hátt. Hann er fljótur að greina aðalatriðin, er strategískur og hefur þann hæfileika að geta leitt mál til lykta með fólki og fyrir fólk á hógværan og uppbyggilegan máta. Það líkar öllum vel við Árna og sást það hvað best þegar hann lét af embætti formanns SAF á síðasta aðalfundi. Eftir lokaræðuna sína var hann hylltur vel og lengi undir standandi lófataki fundargesta.“Valgeir VilhjálmssonValgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknastjóri RÚV „Árni setur alltaf mikinn kraft í allt sem hann tekur sér fyrir hendur. Menntaskólann kláraði hann á þremur árum og vatt sér til Þýskalands í framhaldsnám. Ég held reyndar að sá skóli hafi verið honum mjög góður. Ráðdeild Þjóðverjanna kemur sér vel í rekstri á stóru fyrirtæki. Skynsemi, sanngirni og útsjónarsemi eru orð sem koma upp í hugann. Það getur þó verið erfitt að eiga rólega stund með honum vegna anna. Veiðiferðir okkar í Búðardalsá hafa verið árlegur viðburður í áratug. Árni er eini veiðimaðurinn sem ég þekki sem landað hefur 100 cm laxi á 5 feta silungastöng með 20 metra girni. Það var barátta sem við gleymum seint!“
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira