Martin Kaymer sigraði á US Open með yfirburðum 15. júní 2014 23:45 Kaymer fagnar fugli á lokahringnum í dag. AP/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í nú í kvöld á Opna bandaríska meistaramótinu en þetta er í annað sinn sem þessi 29 ára kylfingur sigrar á risamóti í golfi. Kaymer hefur verið í sérflokki alla helgina á hinum erfiða Pinehurst velli nr.2 en fyrir lokahringinn var hann á átta höggum undir pari, fimm höggum á undan þeim Erik Compton og Rickie Fowler sem deildu öðru sætinu á þremur höggum undir. Stóra spurningin var þó hvort að pressan næði til Kaymer á lokahringnum en hann svaraði henni með frábærri frammistöðu sem minnti á Tiger Woods er hann var upp á sitt besta, yfirburðirnir voru slíkir. Kaymer lék lokahringinn á 69 höggum eða einu höggi undir pari og endaði því mótið á níu höggum höggum undir pari. Hann sigraði mótið að lokum með átta högga mun en þeir Compton og Fowler deildu öðru sætinu á einu höggi undir pari eftir að hafa báðir leikið lokahringinn á 72 höggum. Nokkrir kylfingar enduðu jafnir í fjórða sæti samtals á einu höggi yfir pari en það voru þeir Dustin Johnson, Henrik Stenson, Jason Day, Brooks Koepka og Keegan Bradley. Sigurvegari síðasta árs, Justin Rose, átti ágæta titilvörn en hann endaði jafn í 12.sæti á þremur höggum yfir pari. Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í nú í kvöld á Opna bandaríska meistaramótinu en þetta er í annað sinn sem þessi 29 ára kylfingur sigrar á risamóti í golfi. Kaymer hefur verið í sérflokki alla helgina á hinum erfiða Pinehurst velli nr.2 en fyrir lokahringinn var hann á átta höggum undir pari, fimm höggum á undan þeim Erik Compton og Rickie Fowler sem deildu öðru sætinu á þremur höggum undir. Stóra spurningin var þó hvort að pressan næði til Kaymer á lokahringnum en hann svaraði henni með frábærri frammistöðu sem minnti á Tiger Woods er hann var upp á sitt besta, yfirburðirnir voru slíkir. Kaymer lék lokahringinn á 69 höggum eða einu höggi undir pari og endaði því mótið á níu höggum höggum undir pari. Hann sigraði mótið að lokum með átta högga mun en þeir Compton og Fowler deildu öðru sætinu á einu höggi undir pari eftir að hafa báðir leikið lokahringinn á 72 höggum. Nokkrir kylfingar enduðu jafnir í fjórða sæti samtals á einu höggi yfir pari en það voru þeir Dustin Johnson, Henrik Stenson, Jason Day, Brooks Koepka og Keegan Bradley. Sigurvegari síðasta árs, Justin Rose, átti ágæta titilvörn en hann endaði jafn í 12.sæti á þremur höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira